Fjölskylduráð

22. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 219

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1201556 – Atvinnutorg-atvinnuleitandi ungmenni

      Sviðsstjóri greindi frá væntanlegri opnun Atvinnutorgs í Hafnarfirði þ. 23. feb. nk. kl. 12.30 á Strandgötu 4.

    • 1202232 – Hrafnista, vettvangsferð

      Fjölskylduráð heimsækir Hrafnistu í Hafnarfirði.

    Almenn erindi

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

      Anna Jörgensdóttir, lögmaður stjórnsýslu, mætti til fundarins og gerði grein fyrir svari sínu varðandi tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks á síðasta fundi ráðsins.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í jan. sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagt fram yfirlit um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Lögð fram áfangaskýrsla starfshóps fjölskylduráðs.

    Fundargerðir

    • 1201020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 147

      Lögð fram öðru sinni fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1. febrúar sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

    • 1202008F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 148

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15. febrúar sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt