Fjölskylduráð

7. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 220

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Kristín G Gunnbjörnsdóttir varamaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Til fundarins mætti Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH. Skýrsla starfshóps um fjárhagsleg samskipti Hafnarfjarðarbæjar og íþróttahreyfingarinnar var lögð fram á síðasta fundi fjölskylduráðs. $line$Rætt um skýrsluna og framhald málsins. $line$Einnig lögð fram starfsskýrsla ÍBH 2011 (fyrir almanaksárið 2010).

      Fjölskylduráð samþykkir að óska eftir formlegri umsögn frá ÍBH og aðilarfélögunum um áfangaskýrsluna.

    • 0801097 – Fatlaðir, málefni

      Hrönn Hilmarsdóttir mætti til fundarins.$line$Lögð fram skýrsla samráðshóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni fatlaðs fólks 2.12.2010 til 31.12.2011 ásamt fylgiskjölum.$line$

    • 1110181 – Notendaráð

      Hrönn Hilmarsdóttir kynnti ný drög að verklagsreglum notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

    • 1101401 – Notendastýrð persónuleg aðstoð

      Lögð fram til kynningar handbók um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð), gefin út af verkefnisstjórn um NPA

    • 1107100 – Bakvaktir í barnavernd

      Lögð fram drög að samkomulagi fjögurra sveitarfélaga (KÓP, HFJ, GBR og MOS) um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum.

      Fjölskylduráð samþykkir fram lögð drög að samkomulagi.

    • 0909150 – Velferðarvaktin

      Lögð fram ný skýrsla Velferðarvaktarinnar um félagsvísa, sem til stendur að safna og birta reglulega. Þeir eiga að auðvelda aðgengi stjórnvalda og hagsmunaaðila að skilgreindum upplýsingum sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið og styðja við stefnumótun stjórnvalda.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðustaða málskotsnefndar í málum 3-7/2012.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1202019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 149

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29. febrúar sl.

      Fjölskylduráð staðfestir fundargerðina.

Ábendingagátt