Fjölskylduráð

30. maí 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 226

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1205275 – Vinnumarkaðsúrræði

      Til fundarins mætti Guðjón Árnason frá Atvinnumiðstöðinni og gerði grein fyrir vinnumarkaðsúrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ, s.s. Atvinnutorgi, Vinnandi vegi, sumarátaki fyrir námsmenn, Vinnuskóla o.fl.

    • 1205321 – Tómstundamiðstöðvar, vinna starfshóps um framkvæmd skipulagsbreytinga og samræmda stefnumótun

      Sviðsstjóri fór yfir stöðuna í vinnu starfshópsins og framkvæmd þjónustukönnunar.

    • 1205318 – Saman í sólinni

      Lagt fram erindi frá Saman-hópnum, dags. 23. maí sl. þar sem vakin er athygli á mikilvægi samveru foreldra og unglinga í forvarnarskyni.

    • 0712135 – Félagsþjónusta, ársskýrsla

      Til fundarins mætti Ingibjörg Jónsdóttir og gerði grein fyrir helstu atriðum ársskýrslu fjölskylduþjónustu 2011.

    • 1205181 – Gaflarakaffi 15. maí 2012 - Mótun framtíðarstefnu í málefnum fatlaðs fólks

      Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir og gerði grein fyrir niðurstöðum nýafstaðins íbúaþings um málefni fatlaðs fólks.

    Almenn erindi

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í apríl sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði í apríl sl.

    • 1205332 – Alþjóðleg skýrsla UNICEF um barnafátækt

      Lögð fram til kynningar ný skýrsla frá UNICEF þar sem fram kemur m.a. að Ísland er með minnstu barnafátækt í heimi.

      Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og vísar því til upplýsingafulltrúa.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 10 og 11/2012.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1205018F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 154

      Lögð fram til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23. maí sl.

Ábendingagátt