Fjölskylduráð

28. ágúst 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 252

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Valgeirsdóttir varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1308071 – Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar, ársskýrsla 2012

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum ársskýrslunnar.

    • 1009370 – Fjárhagsyfirlit fjölskyldusviðs

      Til fundarins mætti Atli Þórsson og kynnti fjárhagsyfirlit fjölskyldusviðs fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2013.

    • 0805163 – Vinnuskólinn

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og gerði grein fyrir stöðu mála.

    • 1305181 – Frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir

      Geir Bjarnason kynnti fyrirhuguð frístundaúrræði fyrir fötluð börn og unglinga 10-16 ára.

      Fjölskylduráð samþykkir að frístundaúrræði fyrir fötluð börn og unglinga 10 – 16 ára komi til framkvæmda sem fyrst.$line$$line$Tillögunni, ásamt fylgiskjali, vísað til bæjarráðs.

    • 1004557 – Atvinnumiðstöðin, kynning

      Til fundarins mætti Guðjón Árnason og gerði grein fyrir stöðu mála.

    Almenn erindi

    • 0701243 – Málskot

      Lagðar fram niðurstöður málskotsnefndar í málum nr. 17, 18 og 19/2013.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 1308070 – Árvekni gagnvart heimilisofbeldi

      Lagður fram til kynningar bæklingur á íslensku, ensku og pólsku; “Býrð þú við ofbeldi?”, útgefinn af Velferðarráðuneytinu í júní 2013.

      Fjölskylduráð fagnar frumkvæði sviðsstjóra fjölskylduþjónustunnar og felur henni að fylgja málinu eftir.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í júlí sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1308009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 174

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. ág. sl.

Ábendingagátt