Fjölskylduráð

25. september 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 254

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1307153 – Drafnarhús, Strandgata 75, rekstur dagþjálfunar

      Lagt fram minnisblað um yfirtöku á rekstri dagþjálfunarinnar.

      Fjölskylduráð samþykkir að viðræðum við FAAS verði haldið áfram.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lögð fram til kynningar 11. fundargerð verkefnastjórnar.

    • 1309464 – Regnbogabörn þjónustusamningur

      Lagt fram til kynningar ódags. erindi frá Regnbogabörnum þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ vegna forvarnar- og fræðsluverkefnis.

      Fjölskylduráð er sammála því að ganga til viðræðna við Regnbogabörn með samning eða styrk í huga en óska eftir áliti forvarnarfulltrúa og fjölskyldusviðs á notagildi efnisins sem um ræðir.$line$ $line$

    • 1110160 – Tóbakssala/tóbakssölueftirlit

      Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 26. ágúst sl., varðandi svokallað tálbeitueftirlit með söluaðilum tóbaks í Hafnarfirði.

      Fjölskylduráð staðfestir fyrri ákvörðun forvarnarnefndar/ráðsins um áframhaldandi framkvæmd verkefnisins í samræmi við verklag síðustu ára og forvarnarfulltrúa falið að svara bréfi ráðueytisins.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í ágúst sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1309009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 176

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. sept. sl.

Ábendingagátt