Fjölskylduráð

9. október 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 255

Mætt til fundar

  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1109171 – Kynbundið ofbeldi, aðgerðaáætlun

      Til fundarins mætti Gunnar Alexander Ólafsson frá Velferðarráðuneytinu og gerði grein fyrir málefninu.

      Fjölskylduráð þakkar kynninguna og vísar framhaldi málsins til sviðsstjóra.

    • 1309645 – Málefni innflytenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Til fundarins mættu Kristrún Sigurjónsdóttir og Hjálmfríður Sveinsdóttir og kynntu skýrsluna og tillögur til fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð fagnar framkominni skýrslu og þakkar starfshópnum vel unnin störf. Í skýrslunni koma fram fjölmargar tillögur varðandi það sem betur má fara í málefnum innflytjenda í Hafnarfirði og felur ráðið sviðstjóra Fjölskylduþjónustu að fylgja tillögunum eftir.

    Almenn erindi

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þ. 27. sept. sl. að senda tillögu stýrihóps til umsagnar ráða og sviða Hafnarfjarðarbæjar. Umsögnum skal skila eigi síðar en 14. október 2013.$line$ $line$

    • 1201556 – Atvinnuátaksverkefni

      Kynnt skýrsla nýsköpunarsjóðsnema um Atvinnutorgin; “Rannsókn á afdrifum og viðhorfum ungmenna sem fengið hafa þjónustu Atvinnutorga”.

    • 1210164 – Húsnæði til íþróttaiðkunar, fyrirspurn

      Lagt fram erindi frá Hress vegna húsnæðismála og drög að svarbréfi.

      Fjölskylduráð samþykkir málsmeðferð sviðsstjóra.

    Umsóknir

    Fundargerðir

    • 1309020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 177

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 30. sept. sl.

Ábendingagátt