Fjölskylduráð

20. nóvember 2013 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 258

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Kynning

    • 1110160 – Tóbakssala/tóbakssölueftirlit

      Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mætti til fundarins ásamt Geir Bjarnasyni æskulýðs- og forvarnarfulltrúa.

      Fjölskylduráð er ósátt við skort á skýrum ákvæðum í tóbaksvarnarlögum nr. 6/2002 þegar kemur að eftirliti á sölu tóbaks til barna yngri en 18 ára, sektarákvæðum og eftirfylgni. Fjölskylduráð felur formanni, sviðsstjóra, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits og æskulýðs- og forvarnarfulltrúa að fara á fund velferðarráðherra vegna þessa máls.

    • 1305358 – Ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH

      Farið yfir drög að verksamningi um ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði.$line$Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnarfulltrúi mætti til fundarins.

      Fjölskylduráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti en óskar eftir að fá lokadrög vegna spurningalista til umsagnar.

    • 0901125 – Fjárhagsaðstoð

      Greining á stöðu fjárhagsaðstoðar. $line$Soffía Ólafsdóttir Fjölskylduþjónustu mættu á fundinn og fóru yfir málið.

      Til kynningar.

    • 0702245 – Sérstakar húsaleigubætur

      Tinna Dahl Christiansen Fjölskylduþjónustu mætti til fundarins og fór yfir greiningu á sérstökum húsaleigubótum.

      Fjölskylduráð óskar eftir tillögum frá fjölskylduþjónustu varðandi útfærslu á sérstökum hússaleigubótum sem taka mið af umræðum á fundinum og skulu tillögurnar verða tilbúnar fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014.

    • 1311111 – Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012

      Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum 2012.

      Lagt fram til kynningar.

    Almenn erindi

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 20/2013 og 21/2013.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu málskotsnefndar.

    • 1311009 – Innflytjendur, úttekt á stöðu málefna

      Lagt fram bréf frá Rauða Krossinum í Hafnarfirði dags. 1. nóv. sl. Með bréfinu vill Rauði Krossinn koma því á framfæri við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að Rauði Krossinn hefur áhuga á að blása til samtarfs við bæjaryfirvöld komi til þess að unnið verði að bættri þjónustu og eflingu á stöðu innflytjenda í hafnfirsku samfélagi.

      Fjölskyldurráð fagnar erindinu og felur sviðsstjóra að ræða við Rauða krossinn.

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Kynnt drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun styrktarsamnings við ÍBH og aðildarfélög þess. Minnisblað kynnt un endurskoðun samstarfssamninga Hafnarfjarðarbæjar við ÍBH.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað. $line$

    • 1311193 – Konur í hættu og Viðmunarreglur flóttamannanefndar

      Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 15.nóv. ásamt viðmiðunarreglum, þar sem farið er á leit við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að sveitarfélagið taki á móti hópi flóttafólks á árinu 2014.

      Fjölskyldurráð samþykktir fyrir sitt leyti að taka þátt í verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna að því.

    • 1311153 – Betri Hafnarfjörður, hugmynd af samráðsvefnum, Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni

      Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Hafnarfjörður.

      Vísað til umsagnar íþróttafulltrúa og garðyrkjustjóra

    • 1311156 – Betri Hafnarfjörður, hugmynd af samráðsvefnum, setja upp Ghetto workoutsvæði á Holtinu.

      Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Hafnarfjörður.

      Vísað til umsagnar íþróttafulltrúa.

    Fundargerðir

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Lögð fram fundargerð 33.stjórnarfundar Öldungaráðs Hafnarfjarðar frá 6.nóv. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnisstjórnar nr. 15.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301084 – Aðrar fundargerðir

      Lögð fram til kynningar fundargerð ráðgjafaráðs nr. 5 2013

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311004F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 180

      Lögð fram fundagerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.nóv. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt