Fjölskylduráð

26. mars 2014 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 266

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín G Gunnbjörnsdóttir varamaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1204336 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014

      Til fundarins mætti Geir Bjarnason og fór yfir stöðu verkefna.

    Almenn erindi

    • 1403203 – Kjaradeila ríkisins og félags framhaldsskólakennara, tillaga

      Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi tillögu á fundi sínum 19. mars sl.:$line$”Í ljósi aðstæðna og óvissu um framhald kjaradeilu ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum beinir bæjarstjórn því til Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að sett verði á fót verkefnastjórn sem fái það hlutverk að meta þörf fyrir og hrinda í framkvæmd viðeigandi úrræðum til stuðning þess hóps sem hætta er á að flosni upp úr námi eða verði fyrir öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum verkfalls ef það dregst á langinn.”

      Verkefnastjórn hefur verið skipuð og í henni eru: Haukur Haraldsson, Geir Bjarnason og Hrönn Hilmarsdóttir.$line$

    • 1306104 – Veggjakrot í Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynnningar verklagsreglur um aðgerðir gegn veggjakroti. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti verklagsreglurnar á fundi sínum 12. mars sl. en beinir því jafnframt til ÍTH og fjölskylduráðs að mótuð verði forvarnarstefna til að taka á þessu vandamáli.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 19-22/2014.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í febrúar sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð (notendaráð)

      Lögð fram til kynningar 2. fundargerð ráðgjafarráðs 2014.

    • 1403006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 188

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. mars sl.

Ábendingagátt