Fjölskylduráð

21. maí 2014 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 270

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1307153 – Drafnarhús, Strandgata 75, rekstur dagþjálfunar

      Lagt fram erindi FAAS, dags. 15. apríl sl., varðandi viðræður félagsins við Hafnarfjarðarbæ um mögulega yfirtöku bæjarins á rekstrinum.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lagðar fram til kynningar 23., 24. og 25. fundargerð verkefnastjórnar.

    • 1401769 – Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.

      Lögð fram öðru sinni erindisbréf mats- og úrræðateyma, með smávægilegum breytingum.

      Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfin.

    • 1308225 – Badmintonfélag Hafnarfjarðar

      Lagt fram til kynningar minnisblað frá fjármálalstjóra varðandi rekstur Íþróttahússins við Strandgötu.

      Fjölskylduráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2015 verði skoðaður sá valkostur að Badmintonfélag Hafnarfjarðar sjái um rekstur íþróttahússins við Strandgötu. Kröfulýsing vegna íþróttahúsa verði þar lögð til grundvallar. Mikilvægt er að starfsemi í húsinu raskist ekki og skilyrðislaust verði gætt að hagsmunum starfsfólks.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 23/2014 og úrskurðir úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í málum nr. 65/2013 og 70/2013.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 0701245 – Atvinnuástandið

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í apríl sl.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1405003F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 191

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. maí sl.

Ábendingagátt