Fjölskylduráð

16. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 284

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram umsögn ráðgjafarráðs um drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfjarðarbæ, dags. 8. jan. sl.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fulltrúi Strætó bs. mætti til fundarins og kynnti stöðuna í akstursþjónustunni í dag.

      Fjölskylduráð Hafnarfjarðar lýsir þungum áhyggjum af þeim hnökrum upp hafa komið við yfirfærslu á akstursþjónustu fatlaðra til Strætó. Mikilvægt er að brugðist verði hratt við þeim athugasemdum og kvörtunum sem upp hafa komið og tryggja að þjónstan uppfylli þarfir notenda með viðunandi hætti.$line$Sviðsstjóra falið að fylgjast með að úrbætur verði gerðar og málið tekið aftur fyrir á næsta fundi.$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks með eftirfarandi breytingu:$line$Gjald vegna ferða að 60 skiptum á mánuði jafngildi hálfu almennu fargjaldi í almenningsvögnum.$line$Gjald vegna ferða yfir 60 skiptum á mánuði jafngildi almennu fargjaldi í almenningsvögnum, sem nú er 350 kr.$line$Ekki er sett þak á hámarksfjölda ferða.$line$Úthlutun ferða verði áfram í samræmi við þarfir notenda.$line$Reglurnar verða endurskoðaðar að ári.

    • 1412302 – Tillaga SV15 úr bæjarstjórn 10. des. sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gerð verði sérstök könnun á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þar verði áhersla m.a. lögð á áhrif gjaldtöku á þátttöku, viðhorf og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í því skyni að tryggja jafnan aðgang að henni. Könnuninni verði einnig ætlað að kanna sérstaklega stöðu barna af erlendum uppruna og þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.$line$Fengin verði utankomandi aðili til að að halda utan um hönnun og framkvæmd rannsóknarinnar í samstarfi við íþrótta- og tómstundanefnd.$line$Niðurstöður rannsóknarinnar verði nýttar til að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir í málaflokknum. Sérstök fjárveiting verði ákvörðuð til verkefnisins, 2 milljónir króna á næsta ári.

      Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðstjóra að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar um þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Tekið er undir mikilvægi þess að tryggja þátttöku sem flestra í uppbyggilegu tómstundastarfi og ennfemur að skoða skiptingu milli kynja. $line$Undirbúið verði að taka upp reglulega mælingu á þátttöku, með tilliti til kyns, aldurs, uppruna og annarra þátta eftir atvikum með það að markmiði að til verði samfelld tölfræði yfir tíma og að þannig sé hægt að fylgjast með þróun.$line$Varðandi áhrif gjaldskrár á þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi er vísað til vinnu starfshóps sem er í gangi um endurskoðun á gjaldskrá og hlutdeild notenda í kostnaði við tómstundastarf. $line$$line$Sviðsstjóra er falið að kanna kostnaðarhlið slíks verkefnis.

    • 1412346 – Tillaga SV19 úr bæjarstjórn 10. des. sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10. desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gert verði ráð fyrir að bygging nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð haldi áfram á næsta ári samkvæmt áður samþykktum áætlunum þar um og svigrúm til þess verði tryggt í fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

      Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$Undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis er í gangi og eftir stöðuskýrslu sem lögð var fram á haustmánuðum hefur bæjarstjóri haft ýmsa þætti hennar til skoðunar. $line$Á næsta fundi fjölskylduráðs verður lögð fram kynning á stöðu verkefnisins og næstu skrefum.$line$Fulltrúi VG sat hjá.

    • 1412347 – Tillaga SV20 úr bæjarstjórn 10. des. sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG fallast ekki á það sjónarmið að rétt sé að hækka gjöld á aldraða bæjarbúa umfram önnur gjöld sbr. þá tillögu sem meirihlutinn hefur gert. Er þar gert ráð fyrir að ýmis þjónustugjöld s.s heimsendur matur og akstur hækki um á bilinu 6,3-8,3% á milli ára. Teljum við ekki forsendur til sérstakra hækkana á umræddum þjónustugjöldum umfram hækkun verðlags. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja því til að þeir taki sömu breytingum og aðrir liðir, þ.e. 2,7%.

      Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$Umræða var í Fjölskylduráði við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 um að hækka gjald á heimsendum mat og kaffi/meðlæti í félagsstarfi aldraðra um 7,69%. Gjaldið er langt undir kostnaðarverði og mun lægra en í nágrannasveitarfélögunum. Jafnframt var samstaða um að fara í útboð á heimsendum mat á árinu til að ná fram hagstæðari samningum. $line$Fjölskylduráð leggur áherslu á að hafinn verði undirbúningur að útboði sem fyrst.$line$Fulltrúi VG sat hjá.

    • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

      Fjölskylduráð tilnefnir Örn Tryggva Johnsen og Lindu H. Leifsdóttur sem aðalmenn í stjórn húsfélagsins.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 1/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagðar fram til kynningar nýjar lykiltölur fjölskylduþjónustu.

    Kynning

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Til fundarins mættu Soffía Ólafsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir og Ingunn Ragnarsdóttir frá fjölskylduþjónustu og kynntu stöðuna.$line$

      Starfsmenn leggja til að þeim hluta heimaþjónustu sveitarfélagsins sem snýr að ræstingu verði útvistað með útboði. $line$Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi ráðsins.

    Fundargerðir

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lögð fram fundargerð ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks, nr. 1 2015

Ábendingagátt