Fjölskylduráð

13. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 286

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 0701270 – Aldraðir, málefni

      Sjöfn Guðmundsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir og Soffía Ólafsdóttir mættu til fundarins og kynntu stöðuna í málaflokknum. Einnig var matstækið Rai home care kynnt.

    • 1502097 – Sérstakar húsaleigubætur 2015

      Til fundarins mættu Atli Þórsson rekstrarstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir lögmaður.

      Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar dregur til baka að sinni ákvörðun um breytingu á sérstökum húsaleigubótum sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þann 9. desember síðastliðinn.”$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir að taka til ítarlegrar endurskoðunar fyrirkomulag á sérstökum húsaleigubótum. $line$Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem um sérstakar húsaleigubætur gilda og hvort tveggja skoðað aftur í tímann, meðal annars hvað það varðar til hverra rétturinn til þessa fjárstuðnings tekur. Við skoðunina verður horft til samanburðar á umgjörð sérstakra húsaleigubóta milli sveitarfélaga, þar sem kjör í Hafnarfirði eru borin saman við sambærileg sveitarfélög.$line$Miða skal við að niðurstaða liggi fyrir þegar rekstrarúttekt á sveitarfélaginu verður kynnt eða eigi síðar en í lok apríl 2015.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Formaður kynnti stöðuna í málaflokknum en neyðarstjórn hefur verið sett yfir verkefnið.$line$

    Almenn erindi

    • 1502240 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram erindi frá Velferðarráðuneytinu, dags. 10. feb. sl., þar sem ráðuneytið beinir því til sveitarstjórna að þær hefji án tafar umbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, svo að þjónustan verði í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðs fólks.

    • 1502083 – Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

      Lagt fram erindi frá Sjálfsbjörgu, dags. 30. jan. sl., varðandi akstursþjónustu Strætó fyrir fatlað fólk.

    • 15011042 – Atvinnuleysi, starfsendurhæfing

      Lagt fram erindi frá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, dags. 22. jan. sl., þar sem boðið er samstarf vegna atvinnulausra og annarra sem starfsendurhæfing kynni að gagnast.

      Sviðsstjóra falið að vera í sambandi við Starfsendurhæfingu.

    • 1502180 – Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál til umsagnar

      Lagt fram til umsagnar.

      Sviðsstjóra falið að meta hvort ástæða sé til að gefa umsögn um málið.

    • 1502210 – Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál til umsagnar

      Lagt fram til umsagnar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 5, 6, 7 og 8/2015.$line$Einnig lagðir fram úrskurðir frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála í málum nr. 63/2014 og 69/2014.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lagðar fram til kynningar 2., 3. og 4. fundargerð starfshóps um endurskoðun frístundaheimila, frístundastyrkja og fyrirkomulags niðurgreiðslna og gjalda.

    • 1501021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 205

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. feb. sl.

Ábendingagátt