Fjölskylduráð

27. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 287

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
 • Valdimar Víðisson varamaður
 • Valgerður B. Fjölnisdóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

 1. Kynning

  • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

   Til fundarins mætti Hrönn Hilmarsdóttir og kynnti hugmyndir starfsmanna fjölskylduþjónustu í málaflokknum ásamt kostnaðargreiningu.

   Fjölskylduráð ákveður að kalla eftir umsögn ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

  • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

   Geir Bjarnason og Guðbjörg Magnúsdóttir kynntu vinnu starfshóps um fjölmenningu. Einnig helstu verkefni sem unnið er að í þessum málaflokki.

   Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölmenningarráðs Hafnarfjarðar, með hliðsjón af starfandi ráðgjafarráði í málefnum fatlaðra. $line$Sviðsstjóra falinn undirbúningur málsins.$line$Ákveðið að fela sviðinu að koma á fót rýnihópum meðal unglinga af erlendum uppruna. Rýnihóparnir fjalli m.a. um félagslega stöðu unglinganna og hvernig hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra.$line$$line$Fulltrúar XS og VG minna á bókun bæjarfulltrúa flokkanna frá 10. desember þar sem lagt var til að stofnað yrði innflytjendaráð sem yrði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar. Við undirbúning og stofnun verði litið til reynslu af ungmennaráði, öldungaráði og notendaráði um þjónustu fatlaðs fólks. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kostnaði við verkefnið á næsta ári. $line$$line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og BF:$line$Ljóst er að aðgengi nýrra íbúa í Hafnarfirði að upplýsingum um þjónustu og réttindi hefur verið afar ábótavant árum saman, sérstaklega þeirra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og að úrbóta er sannarlega þörf í þessum málaflokki. Enda segir m.a. í samstarfsyfirlýsingu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar:$line$”Nýir íbúar verði boðnir velkomnir með upplýsingum um bæinn, fyrirtæki og þjónustu. Allir íbúar eigi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum, hver á sínum forsendum, t.d. hvað varðar tungumál.”$line$Síðastliðið haust tók nýtt fjölskylduráð upp skýrslu sem unnin var um málefni innflytjenda á síðasta kjörtímabili og hóf að koma ábendingum úr henni í framkvæmd, meðal annars með því að endurvekja starfshópinn sem vann téða skýrslu. Á fundi ráðsins í dag var því kynnt hvert sú vinna er komin. Ráðið samþykkti að setja á stofn rýnihópa meðal unglinga af erlendum uppruna í skólum bæjarins til að bæta við innsýn í félagslega stöðu og þarfir þess hóps, auk þess að koma stofnun fjölmenningarráðs í farveg.

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   Formaður kynnti stöðuna í verkefninu.$line$Lagt fram til kynningar bréf frá formanni neyðarstjórnar til Velferðarráðuneytisins, dags. 14. feb. sl., ásamt fylgigögnum.$line$Einnig kynnt bókun stjórnar Strætó frá 16. feb. sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á að gjaldskrárbreytingar nú í almenna strætókerfinu hafi ekki áhrif á gjöld í akstursþjónustu fatlaðra.

   Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að hækkun gjaldskrár Strætó bs. taki ekki til akstursþjónustu fatlaðs fólks og gjaldið verði áfram miðað við almennt fargjald Strætó eins og það var þann dag sem nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðra voru samþykktar í bæjarstjórn þ. 4. feb. sl.$line$Vísað til bæjarráðs.$line$$line$Bókun fulltrúa Samfylkingar og VG:$line$Fulltrúar XS og VG minna á bókun flokkanna í bæjarstjórn þann 4. febrúar sl. þar sem við fögnum því að málið hafi verið tekið til endurskoðunar og minnum á mikilvægi þess að halda vinnunni áfram og finna leið sem tryggi jafnræði í gjaldtöku vegna almenningssamgangna fatlaðra og ófatlaðra notenda þjónustu hjá Strætó.$line$$line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og BF:$line$Meirihluti fjölskylduráðs tekur undir ánægju annarra ráðsmanna með að reglur um ferðaþjónustu fatlaðra skuli hafa verið teknar til endurskoðunar að undanförnu, með þátttöku ráðgjafarráðs Hafnarfjarðar í málefnum fatlaðra. Þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á skilyrðum um úthlutun ferða og framundan er frekari endurskoðun á orðalagi reglnanna í heild. Fagna ber samstöðu innan ráðsins um mikilvægi þessa verkefnis, enda tímabært að gera hér bragarbót en reglur þessar voru síðast endurskoðaðar árið 2009.$line$$line$Fulltrúi Samfylkingar, Ómar Á Óskarsson, vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

  Almenn erindi

  • 1502164 – Specialisterne (Sérfræðingarnir), ósk um samstarfssamning

   Lagt fram erindi frá Specialisterne á Íslandi, sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að hjálpa einstaklingum á einhverfurófinu til sjálfshjálpar, dags. 6. feb. sl.

   Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að fá nánari upplýsingar um málið.

  • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

   Lagðar fram til kynningar nýjar lykiltölur fjölskylduþjónustu.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 9 – 12/2015.$line$Einnig lagðir fram úrskurðir úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála nr. 74/2014 og 2/2015.

   Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

  • 0701245 – Atvinnuástandið

   Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í janúar sl.

  • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

   Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

  Fundargerðir

  • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

   Lögð fram til kynningar 5. fundargerð starfshóps um endurskoðun frístundaheimila, frístundastyrkja og fyrirkomulags niðurgreiðslna og gjalda.$line$Einnig kynningar frá Reykjavíkurborg, varðandi frístundaheimili, frá jan. sl.

  • 0706339 – Öldungaráð Hafnarfjarðar, fundargerðir

   Lögð fram til kynningar 39. fundargerð Öldungaráðs Hafnarfjarðar.

  • 1502009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 206

   Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. jan. sl.

Ábendingagátt