Fjölskylduráð

13. mars 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 288

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Kynning

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Formaður gerði grein fyrir stöðunni í málaflokknum og kynnti lokaskýrslu neyðarstjórnar Strætó.$line$Einnig sýndur samanburður á kostnaði við ferðaþjónustuna í jan. 2015 og jan. 2014.$line$$line$

      Fjölskylduráð tekur undir afgreiðslu bæjarráðs frá því 12.3. um að bæjarstjóri afli skýringa á miklum kostnaðarauka í reikningi vegna ferðaþjónustu fatlaðra í janúarmánuði. $line$Jafnframt verði farið yfir þá kostnaðaráætlun sem lá til grundvallar ákvörðun um að gerast aðili að nýju kerfi í apríl 2014.$line$Mikilvægt er að hægt verði að sjá fyrir hvert einingarverð fyrir akstur verður næstu mánuði.$line$

    • 10021070 – Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að samningi við Vinnumálastofnun.$line$Einnig lagðar fram upplýsingar um starfsemi Atvinnumiðstöðvarinnar sl. ár.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu.

    • 1503090 – Vistun barna

      Til fundarins mætti Ólína Birgisdóttir.$line$Lagt fram til kynningar minnisblað frá fjölskylduþjónustu.

    Almenn erindi

    • 1403588 – Átak gegn heimilisofbeldi

      Ólína Birgisdóttir lagði fram minnisblað frá starfshópi um undirbúning verkefnis um aðgerðir gegn heimilisofbeldi ásamt þeim skýrslum sem hópurinn vann með og tók mið af.

    • 1404159 – Sólvangur, dagdvöl

      Lagt fram svarbréf Velferðarráðuneytisins, dags. 24. feb. sl., við beiðni Hafnarfjarðarbæjar um tvö dagdvalarrými til viðbótar á Sólvangi.

    • 1503089 – Endanleg framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014

      Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 26. feb. sl., upplýsingar um endanleg framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014.

    • 1503092 – Úthlutanir og greiðslur, ítarlegar upplýsingar um einstök framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014

      Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 26. feb. sl., ítarlegar upplýsingar um úthlutanir og greiðslur einstakra framlaga úr sjóðnum á árinu 2014.

    • 0906017 – Málskotsnefnd

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 13 og 14/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    Fundargerðir

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks nr. 1 og 2/2015.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram 6. fundargerð starfshópsins ásamt fylgigögnum.

    • 1502019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 207

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. mars sl.

Ábendingagátt