Fjölskylduráð

22. maí 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 292

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    • 1110180 – Atvinna með stuðningi (AMS)

      Ingibjörg Ísaksdóttir frá Vinnumálastofnun kynnti stöðuna á verkefninu.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Til fundarins mættu Hallur Símonarson, Kristíana Baldursdóttir, Atli Þórsson og Soffía Ólafsdóttir.$line$Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga sem tengjast sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.$line$Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti skýrsluna.$line$Einnig rætt um kostnað vegna ferðaþjónustunnar o.fl.$line$$line$Kristín María Thoroddsen vék af fundi kl. 10:30.

      Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu á grundvelli eftirfarandi tillagna úr minnisblaði um kostnað við ferðaþjónustu fatlaðs fólks:$line$$line$Fara í viðræður við Strætó bs. varðandi forsendur kostnaðar þ.e.a.s. 50/50 reglu, útreikning á fjölda ferða o.fl.$line$Óska eftir lögfræðiáliti varðandi stjórnsýslulega stöðu sveitarfélagsins gagnvart Strætó bs. Ljóst er að þær forsendur sem Strætó bs. gaf sveitarfélaginu hafa ekki staðist.$line$Leita leiða til að ná niður kostnaði með því t.d. að kanna möguleika á sveigjanlegri og fjölbreyttari ferðaþjónustu fyrir búsetukjarna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.$line$Fara í viðræður við Blindrafélagið sem hafa óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið.$line$Kanna möguleika á að rifta samningi um sameiginlega ferðaþjónustu á Höfuðborgarsvæðinu vegna forsendubrests.

    • 1502097 – Sérstakar húsaleigubætur 2015

      Guðríður Guðmundsdóttir lögfræðingur fjölskylduþjónstu kynnti lögfræðiálit.

      Reglur um réttindi til sérstakra húsaleigubóta verða endurmetnar í væntanlegri vinnu við endurskoðun og úrbætur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði sem tekin verður á dagskrá innan skamms.$line$Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um reynslu Reykjavíkurborgar af þeim breytingum sem lýst er í meðfylgjandi lögfræðiáliti.

    • 1505191 – Gæludýrahald í íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram samþykkt um húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði, húsreglur fyrir leiguíbúðir Hafnarfjarðarbæjar og reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Fjölskylduráð áréttar að í Hafnarfirði mega íbúar í búsetukjörnum og íbúðum fyrir fatlaða hafa hjá sér gæludýr svo framarlega sem almennum reglum um dýrahald sé fylgt.$line$$line$

    • 1505162 – Blindrafélagið, útfærsla og fyrirkomulag á ferðaþjónustu við lögblinda íbúa Hafnarfjarðar.

      Lagður fram tölvupóstur frá Kristni Halldóri Einarssyni framkvæmdastjóra Blindrafélagsins þar sem farið er fram á formlegar viðræður við Hafnarfjarðarbæ um útfærslu og fyrirkomulag á ferðaþjónustu við lögblinda íbúa.

      Sviðsstjóra falið að ræða við Blindrafélagið á grundvelli innsends erindis.

    • 1406349 – Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, hagkvæmniúttekt

      Bókun fulltrúa Samfylkingar og VG:$line$$line$Nú þegar næstum ár er liðið frá því að nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks stöðvaði vinnu við undirbúning að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði og leysti upp þverpólitíska verkefnastjórn sem hafði umsjón með verkefninu, óska fulltrúar Samfylkingar og VG í fjölskylduráði eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins og framtíð þess:$line$$line$Liggur fyrir ákvörðun nýs meirihluta um hvort haldið verður áfram með byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð sem nú þegar hefur verið lokið við að hanna á grundvelli svokallaðrar Eden hugmyndafræði, á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og annarrar undirbúningsvinnu sem þegar hefur verið unnin?$line$$line$Ef ekki, hverjar eru fyrirætlanir meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks um bættan aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði? $line$$line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$$line$$line$Eitt af fyrstu verkum meirikhluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í upphafi nýs kjörtímabils á síðasta ári var að taka til skoðunar staðsetningu á nýju 60 rýma hjúkrunarheimili samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið frá árinu 2009. $line$Í ljósi þróunar í málaflokknum og breytingum á forsendum í samningi þar sem svo langur tími er liðinn frá undirritun hans var talið nauðsynlegt að endurmeta forsendur verkefnisins. Sú vinna er á lokastigi og verður lögð fram skýrsla á næsta fundi ráðsins.

    Almenn erindi

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynningar tölur um atvinnuleysi í Hafnarfirði sl. 13 mánuði.

    Fundargerðir

    • 1505010F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 212

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.maí sl.

Ábendingagátt