Fjölskylduráð

5. júní 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 293

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Guðríður Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra fundinn.

  1. Kynning

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Elísabet Valgeirsdóttir og Jóhanna Axelsdóttir mættu til fundarins og gerðu grein fyrir starfinu.$line$Einnig lögð fram umsögn öldungaráðs um ferðaþjónustu aldraðra.

    • 1406349 – Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, hagkvæmniúttekt

      Lögð fram svohljóðandi tillaga og greinargerð Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$$line$Fjölskylduráð leggur til að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010 rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. $line$$line$Greinargerð:$line$$line$Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum er í samræmi við núverandi stefnumótun í málefnum eldri borgara þess efnis að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Þar er nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkrunarheimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.$line$Í skýrslu Capacent um samanburð valkosta um staðsetningu hjúkrunarheimils sem unnin var haustið 2014 er lagt mat á marga þætti sem snúa að verkefninu. Niðurstaða skýrslunnar er að samkvæmt veginni einkunn er staðsetning á Sólvangsreitnum valinn hagkvæmasti kosturinn, sérstaklega ef horft er til rekstrar og stofnkostnaðar.$line$Sólvangur var byggður árið 1953 og hefur síðan þá gegnt lykilhlutverki í hjúkrun aldraðra í Hafnarfirði. Þar eru nú 56 hjúkrunarrými, 2 rými til hvíldarinnlagnar og 8 dagdvalarrými auk sjúkraþjálfunar og mötuneytis sem þjónustar ennfremur íbúa í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara að Sólvangsvegi 1-3. $line$Með því að samnýta hluta af núverandi byggingu fyrir stoðþjónustu og stjórnunarrými vegna nýs hjúkrunarheimilis næst fram hagræðing í stofnkostnaði og með nálægð við stoðþjónustu næst fram rekstralegt hagræði. $line$Staðsetning á Sólvangsreitnum styður auk þess við markmið um hugmyndafræðilegar áherslur í samræmi við áherslur velferðarráðuneytisins.$line$Vinna verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimilis sem skipuð var 21.02.2013 og skilaði skýrslu haustið 2014 verður höfð til hliðsjónar við undirbúning, kostnaðarmat og skipulag verkefnisins og unnið að því að efla og samþætta þjónustuframboð fyrir eldri borgara á svæðinu.$line$Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í Apríl 2018.$line$

      Gert stutt fundarhlé.$line$Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    Almenn erindi

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagðar fram til kynningar nýjar lykiltölur fjölskylduþjónustu.

    • 1504199 – Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Lagðar fram umsagnir fjölskylduþjónustu og ungmennaráðs um hinseginfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar.

      Umsögnunum vísað til fræðsluráðs.

    • 1407182 – Haukar, rekstur frístundaheimilis

      Lagt fram erindi frá Haukum, dags. 27. maí sl., beiðni um styrk vegna síðasta skólaárs og að sem allra fyrst verði gengið til samninga um reksturinn á næsta skólaári.

      Fjölskylduráð þakkar Haukum greinargott og upplýsandi erindi um tilraunaverkefni við rekstur frístundaheimilis síðasta vetur en getur ekki orðið við erindi um afturvirkan rekstrarstyrk. Rekstrarsamningar vegna reksturs frístundaheimila fyrir næsta skólaár eru í vinnslu og verða tilbúnir í þessum mánuði.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 19 og 20/2015. Auk þess leiðrétting á máli nr. 14/2015.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

      Lagðar fram tillögur starfshóps um endurskoðun á starfsemi frístundaheimila.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur starfshóps um endurskoðun á starfsemi frístundaheimila. Tillögurnar verða samþættar inn í samþykkt um frístundaheimili sem er í vinnslu og verður lögð fram á næsta fundi ráðsins.$line$$line$Bókun Samfylkingar og VG vegna afgreiðslu fræðsluráðs frá 1. júní 2015:$line$$line$Með samþykkt fræðsluráðs frá 8. september sl. og fjölskylduráðs frá 10. september var skipaður starfshópur sem gera átti tillögur m.a. um greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum og máltíða í grunnskólum. Í hópnum sitja 5 fulltrúar auk starfsmanna viðkomandi sviða. Hópurinn hefur fundað 11 sinnum frá því að hann var stofnaður. Fulltrúar í hópnum lögðu fram hugmyndir að breytingum á greiðslufyrirkomulagi á fundi hópsins þann 20. maí sl. Þær hugmyndir átti að kostnaðarmeta og vissum við ekki betur en að sú vinna stæði yfir hjá starfsfólki bæjarins. Starfshópurinn hefur því ekki fengið tækifæri til að ræða eigin tillögur og leggja á þær efnislegt mat. Það vakti því furðu okkar að sjá að hluti þeirra væri til afgreiðslu á fundi fræðsluráðs þann 1.júní 2015 og það væri kynnt sérstaklega á heimasíðu bæjarins og með fréttatilkynningum sem sendar voru til fjölmiðla. Ekkert samráð var haft við starfshópinn og lásu fulltrúar í honum um málið í fjölmiðlum.$line$Svo virðist sem að í raun hafi aldrei verið ætlunin að eiga samstarf við fulltrúa minnihlutans eða hagsmunaaðila um þessa vinnu. Sú ákvörðun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks að kynna niðurstöðurnar með þeim hætti sem hér er gert er fullkomlega á skjön við allar yfirlýsingar um mikilvægi breiðrar samvinnu og sorglegt dæmi um bæði óvönduð og ólýðræðisleg vinnubrögð.$line$

    Fundargerðir

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram til kynningar 10. fundargerð starfshópsins.

    • 1505021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 213

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1. júní sl.

Ábendingagátt