Fjölskylduráð

19. júní 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 294

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Valdimar Víðisson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1404081 – Búsetukjarni, húsbyggingasjóður Þorskahjálpar

      Lögð fram drög að yfirlýsingu vegna lóðar í Hafnarfirði þar sem Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar hyggst reisa leiguíbúðir ætlaðar fötluðu fólki.

      Frestað á milli funda.

    • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

      Lögð fram drög að nýrri samþykkt um starfsemi og rekstur frístundaheimila og ný drög að þjónustu- og samstarfssamningi um rekstur frístundaheimilis.$line$$line$Einnig gerð grein fyrir tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi varðandi nestismál í frístundaheimilinu í Áslandsskóla (Tröllaheimum).

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.$line$$line$Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni með tilraun um breytt fyrirkomulag á nestismálum í Tröllaheimum í Áslandsskóla. $line$Niðurstaðan hvetur til þess að skoðað verði með breytt fyrirkomulag nestismála heildstætt í frístundaheimilum í samráði við yfirstjórnendur og verkefnisstjóra.

    • 1506307 – Íþróttamál, greining á samningum

      Lögð fram til kynningar skýrsla unnin af R3-ráðgjöf.$line$Skýrslan verður kynnt nánar á næsta fundi ráðsins.

    • 1406349 – Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, hagkvæmniúttekt

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram svohljóðandi tillögu og greinargerð á síðasta fundi fjölskylduráðs:$line$$line$Fjölskylduráð leggur til að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010 rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. $line$$line$Greinargerð:$line$$line$Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum er í samræmi við núverandi stefnumótun í málefnum eldri borgara þess efnis að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Þar er nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkrunarheimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.$line$Í skýrslu Capacent um samanburð valkosta um staðsetningu hjúkrunarheimils sem unnin var haustið 2014 er lagt mat á marga þætti sem snúa að verkefninu. Niðurstaða skýrslunnar er að samkvæmt veginni einkunn er staðsetning á Sólvangsreitnum valinn hagkvæmasti kosturinn, sérstaklega ef horft er til rekstrar og stofnkostnaðar.$line$Sólvangur var byggður árið 1953 og hefur síðan þá gegnt lykilhlutverki í hjúkrun aldraðra í Hafnarfirði. Þar eru nú 56 hjúkrunarrými, 2 rými til hvíldarinnlagnar og 8 dagdvalarrými auk sjúkraþjálfunar og mötuneytis sem þjónustar ennfremur íbúa í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara að Sólvangsvegi 1-3. $line$Með því að samnýta hluta af núverandi byggingu fyrir stoðþjónustu og stjórnunarrými vegna nýs hjúkrunarheimilis næst fram hagræðing í stofnkostnaði og með nálægð við stoðþjónustu næst fram rekstralegt hagræði. $line$Staðsetning á Sólvangsreitnum styður auk þess við markmið um hugmyndafræðilegar áherslur í samræmi við áherslur velferðarráðuneytisins.$line$Vinna verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimilis sem skipuð var 21.02.2013 og skilaði skýrslu haustið 2014 verður höfð til hliðsjónar við undirbúning, kostnaðarmat og skipulag verkefnisins og unnið að því að efla og samþætta þjónustuframboð fyrir eldri borgara á svæðinu.$line$Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í apríl 2018.$line$$line$Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

      Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar og VG greiða atkvæði á móti og leggja fram eftirfarandi bókun:$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að það eigi að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn þar sem um verulega stefnubreytingu í hjúkrunarheimilismálinu er um að ræða. $line$ $line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna furða sig á þeirri afstöðu meirihlutans að virða ekki erinidisbréf ráðsins þar sem kemur skýrt fram í 7. gr. ?Ætíð skal þó vísa máli til afgreiðslu bæjarstjórnar ef tveir ráðsmenn, hið minnsta, æskja þess?. $line$$line$Sviðsstjóra falið að leggja fram erindisbréf starfshóps um verkefnið á næsta fundi.$line$$line$Vísað til bæjarstjórnar$line$$line$

    Fundargerðir

    • 1506008F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 214

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. júní sl.

Ábendingagátt