Fjölskylduráð

19. október 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 300

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Staða fjárhagsáætlunar 2016.
      Atli Þórsson rekstarstjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðstjóri fjármálasviðs mættu til fundarsins.

      Vinnufundur fjölskylduráðs um fjárhagsáætlun verður miðvikudaginn 21. október kl: 16:00

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi flóttamenn dagsett 6. október 2015.

      Sviðstjóra falið að vinna verkefnið áfram og tilnefna tenglið í teymi hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Minnisblað vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
      Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks mætir á fundinn.

      Til fundarins mætti Ásrún Jónsdóttir og fór yfir afstöðu Ráðgjafaráðasins í forföllum Bergs Þorra Benjamínssonar formanns Ráðgjafarásð fatlaðs fólks.

      Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir óskar bókað:

      Lagt er til að Hafnarfjörður segi sig úr samkomulagi sem gert var um ferðaþjónustu fatlaðra þann 19.maí 2014 og tók gildi um þann 1. Janúar 2015 af hálfu sveitarfélaga innan SSH annars vegar og Strætó bs.

      Samkomulagið er óásættanlegt fyrir Hafnarfjörð þar sem áætlað er að óbreyttu að verð fyrir þjónustuna muni hækka úr 84 miljónum árið 2014 í 205 miljónir árið 2015.

      Á sama tíma er kostnaðarminnkun hjá Reykjavíkurborg og því ljóst að það er afar mismunandi fyrir sveitarfélögin sem eiga aðild að samkomulaginu hvernig kostnaðarskipting þjónustunnar skiptist.

      Þessi mikla hækkun er ekki í samræmi við þær væntingar sem voru til verkefnisins né heldur í samræmi við upplýsingar frá Strætó bs haustið 2014 þess efnis að þar sem hagstæðir samningar hefðu náðst við verktaka um akstursþjónustuna mætti reikna með að eftir yfirtöku myndi þjónustan vera á óbreyttu eða jafnvel hagstæðara.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Drög að samningi við Útlendingastofnun vegna hælisleitenda.

      Sviðstjóri upplýsti um stöðu mála.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 32 og 33

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar hjúkrunarheimilisins 3. fundur 24. sept. 2015.

Ábendingagátt