Fjölskylduráð

16. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 303

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson varamaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Fulltrúar öldungaráðs mættu til fundarins.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað: Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja áherslu á að farið verði varlega í allar hækkanir á gjaldskrá fjölskylduþjónustunnar í Hafnarfirði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Sérstaklega er bent á að verði sú tillaga að veruleika, sem lögð var fram við 1. umræðu um fjárhagsáætlun 2016, þá hækkar heimsendur matur um 62%. M.v. fyrirliggjandi gögn þýðir það heimsendur matur verður hvergi dýrari á höfuðborgarsvæðinu en í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
      Í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun komu fram ýmsar tillögur um breytingar á gjaldskrá og þar á meðal tillaga um verulega hækkun á heimsendum mat fyrir eldri borgara og fatlaða. Milli umræðna hefur verið haft samráð við notendur og íbúafundur um fjárhagsáætlun hefur verið haldin til kynningar fyrir bæjarbúa og verður sú umræða höfð til hliðsjónar við endanlega ákvörðun sem mun liggja fyrir við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Lagt fram minnisblað frá Soffíu Ólafsdóttur og Sjöfn Guðmundsdóttur dags. 2.nóv sl.

      Svar við fyrirspurn fulltrúa samfylkingarinnar Ómars Ásbjörns Óskarssonar.

    • 1509166 – Heimsendur matur, útboð 2015

      Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri mætir á fundinn.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Málið rætt og frestað til næsta fundar.

    • 1510416 – Búsetukjarnar, fatlaðir, leiguverð

      Lagt fram yfirlit yfir leigverð og minnisblað sviðsstjóra.

      Málið rætt og frestað til næsta fundar

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 34/2015 og 35/2015

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2015.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt