Fjölskylduráð

26. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 310

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri sat einnig fundinn.

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri sat einnig fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Fjölskylduráð þakkar Guðjóni fyrir kynninguna.

    • 1109171 – Kynbundið ofbeldi, aðgerðaáætlun

      Sviðsstjóri fór yfir málið.

      Fjölskylduráð samþykkir framlagða aðgerðaráætlun.

    • 1602320 – Hraunsel 11, Hafðu áhrif á efri árin, opinn íbúafundur 11. febrúar 2016 um málefni eldri borgara

      Elísabet Valgeirsdóttir, Gylfi Ingvarsson og Þórdís Bakkman Kristinsdóttir frá öldungaráði mættu til fundarins.

      Fjölskylduráð þakkar fulltrúum öldungaráðs fyrir komuna á fundinn.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Karen Theódórsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Karen fyrir komuna á fundinn.

      Fjölskylduráð felur fjölskylduþjónustu að hefja undirbúning að stofnun fjölmenningaráðs.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Sigríði fyrir komuna á fundinn.

    • 1509166 – Heimsendur matur, útboð 2015

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætti til fundarins og fór yfir málið.

      Fjölskylduráð þakkar Guðmundi Ragnari fyrir kynnnguna.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1602380 – Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál til umsagnar

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Þriðji liður úr fundargerð ÍTH frá 18. febrúar sl.
      Þar sem lagt er til að frítt verði í sund í vetrarfrí grunnskólanna í Hafnarfirði fyrir bæjarbúa dagana 24. feb til 26.feb.

      Fjölskylduráð samþykkir tillögu ÍTH um frían aðgang að sundlaugum Hafnarfjarðar í vetrarfríi grunnskóla. Einnig að gert verði ráð fyrir því samkomulagi í vetrarfríum grunnskóla á ári hverju.

    • 1602478 – Barnaverndarmál, fyrirspurn

      Sviðsstjóri fór yfir málið og leggur fram minnisblað á næsta fundi ráðsins.

    • 1602009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 224

      Lögð fram fundargerð Íþrótta og tómstundanefndar frá 18. febrúar sl.

Ábendingagátt