Fjölskylduráð

11. mars 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 311

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Rannveig Einardóttir sviðsstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1602386 – Kærunefnd útboðsmála, akstursþjónusta fatlaðs fólks, fötluð skólabörn, akstur, kæra

      Lögð fram niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir til fundarins.

      Sigríður Kristinsdóttir, bæjarlögmaður mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðu kærunefndar útboðsmála vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
      Ráðið felur sviðsstjóra að kanna hvaða verð fengist ef þjónustan í Hafnarfirði yrði boðin út að nýju.

    • 1509166 – Heimsendur matur, útboð 2015

      Tilboð vegna gæðaeftirlits. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir á fundinn.

      Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri mætti á fundinn og fór yfir tilboð sem borist hefur í eftirlit með gæðum, öryggi og útlit matar til eldri borgara. Eftirlitið skal taka til heimsends matar og mötuneyta fyrir eldri borgara.

    • 1602478 – Barnaverndarmál, fyrirspurn

      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar. Ráðið leggur áherslu á að áfram sé fylgst vel með þróun mála.

      Svar sviðsstjóra við fyrirspurn Samfylkingarinnar lagt fram. Ráðið leggur áherslu á að áfram sé fylgst vel með þróun mála.

    • 1603200 – Stuðningsheimili, börn, ungmenni, ungt fólk

      Búseta fyrir börn, ungmenni og ungt fólk með hegðunarraskanir og geðræna erfiðleika.

      Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra varðandi búsetu og stuðning. Ráðið óskar eftir útfærðum tillögum á grunni minnisblaðsins.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagðar fram lykiltölur

    • 1603223 – Móttökumiðstöð Útlendingastofnunar Bæjarhrauni, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks og varamanni Bjartrar framtíðar.

      Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks og varamanni Bjartrar framtíðar. Sviðsstjóra er falið að svara fyrirspurninni og leita eftir upplýsingum hjá Útlendingastofnun um starfsemi og stöðu móttökumiðstöðvarinnar í Bæjarhrauni.

    Fundargerðir

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagðar fram fundargerðir verkefnastjórnar hjúkrunarheimilis, 11.fundur, frá 18.febr. og 12. fundur frá 3.mars sl.

    • 1510413 – Félagslega húsnæðiskerfið, starfshópur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 1.mars sl., 6.fundur.

Ábendingagátt