Fjölskylduráð

1. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 312

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Víðisson varamaður
  • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1407105 – Flóttafólk, samningur um móttöku

      Farið yfir stöðu mála vegna væntanlegrar komu flóttafólks 6. apríl n.k.

      Karen Theodórsdóttir, verkefnastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir væntanlegri komu flóttamanna miðvikudaginn 6. apríl n.k. Ráðið þakkar kynninguna.

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Sviðsstjóri fór yfir stöðuna í málaflokknum.

      Sviðsstjóri kynnti stöðu mála í félagslegri heimaþjónustu sveitarfélagsins. Ráðið leggur áherslu á að ekki sé bið eftir þjónustunni. Óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsstöðuna í málaflokknum og framtíðarhorfur með tiliti til þess hvort þörf fyrir þjónustu sé að aukast umfram áætlun.
      Fjölskylduráð felur sviðinu að skoða möguleika á heilsueflandi heimsóknum til eldri borgara í samvinnu við heimahjúkrun.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagt fram.

    • 1603223 – Móttökumiðstöð Útlendingastofnunar Bæjarhrauni, fyrirspurn

      Lagt fram svar Útlendingastofunar við fyrirspurn dagsett 9. mars 2016.

      Lagt fram.

    • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

      Fjölskylduráð óskar eftir umsögn frá sviðinu. Tekið verði tilit til sjónarmiða notenda.

    • 0801097 – Fatlaðir, málefni - fjárhagsstaða

      Ráðið leggur áherslu á að verði gerð greining á fjárhagsstöðu málefna fatlaðra út frá forsendum fjárhagsáætlunar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Einnig liggi fyrir samanburður frá öðrum sveitafélugum fyrir árið 2015.

    Fundargerðir

Ábendingagátt