Fjölskylduráð

8. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 313

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.

    • 1602320 – Hraunsel 11, Hafðu áhrif á efri árin, opinn íbúafundur 11. febrúar 2016 um málefni eldri borgara

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna óska bókað:
      Um leið og fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna fagna því að ráðast eigi í gerð húsnæðisstefnu fyrir sveitarfélagið þá er mikilvægt að samþykkt verði sem fyrst tillaga Samfylkingar og Vinstri Grænna í bæjarráði um samstarf við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða. Alvarlegt ástand ríkir á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og því mikilvægt að bærinn leiti allra leiða til þess að mæta því ástandi. Því er brýnt að ekki dragist að hefja viðræður við ASÍ um samstarf um stofnun almennns leigufélags sem hefur það að markmiði að bjóða upp á ódýrar leiguíbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga.

    • 1604136 – Þjónustuíbúðir, reglur, samræming

      Lagt fram.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 15/2016, 16/2016, 17/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt