Fjölskylduráð

20. júní 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 318

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Á fundi bæjarráðs þ. 2.júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir.

    • 1602386 – Kærunefnd útboðsmála, akstursþjónusta fatlaðs fólks, fötluð skólabörn, akstur, kæra

      Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að leita leiða til að nýtt fyrirkomulag í ferðaþjónustu fatlaðs fólks uppfylli markmið um aukin gæði og hagkvæmni, innan eða utan þess samnings sem fyrir liggur.

    • 1604523 – Flóttamenn, fundur UNHCR

      Björk Håkonsson mætti á fundinn.

    • 1605488 – Ályktun gegn mansali

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka saman áætlun um framfylgd bókunarinnar. Ráðið leggur áherslu á að kjörnir fulltrúar og starfsfólk á öllum sviðum bæjarins fái fræðslu um áhættuþætti og birtingarmyndir mansals.

    • 1606230 – Fjárhagsaðstoð, yfirlit

      Lagt fram

    • 1606229 – Húsnæðismál

      Um áramótin 2013-2014 tóku gildi hjá Hafnarfjarðarbæ reglur þess efnis að búseta í sveitarfélaginu í eitt ár sé skilyrði fyrir að fá sérstakar húsaleigubætur en þær eru greiddar til viðbótar almennum húsaleigubótum til tekjulægri einstaklinga samkvæmt fyrirliggjandi reglum. Sambærilegar og jafnvel þyngri reglur eru hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka upp viðræður við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um afnám ákvæðis um búsetu í tiltekinn tíma í viðkomandi sveitarfélagi til þess að eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum. Reglurnar eru íþyngjandi fyrir ákveðna hópa á leigumarkaði sem flytjast á milli sveitarfélaga og ekki í samræmi við verklag í þjónustu við íbúa almennt.

    • 1602498 – Kærunefnd útboðsmála, Sólvangur hjúkrunarheimili, hönnun og ráðgjöf, kæra

      Fulltrúar SF og VG harma þær tafir sem orðið hafa á þessu mikilvæga verkefni og þá stöðu sem það er komið í. Málefni nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði þola enga bið því sú aðstaða, sem aldraðir á hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði búa við, er óásættanleg. Í þessu ljósi er dapurt til þess að hugsa að ef áform um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð hefðu ekki verið stöðvuð í upphafi kjörtímabilsins þá hefði nýtt hjúkrunarheimili átt að taka til starfa í upphafi þessa árs.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 25/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt