Fjölskylduráð

21. september 2016 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 321

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Bergur Þorri Benjamínsson, formaður ráðgjafarráðs mætti á fundinn til viðræðna vegna fjárhagsáætlunargerðar 2017. Lagði hann áherslu á að farið verði í gegnum reglur um þjónustu bæjarins s.s. reglur um heimaþjónustu, samhliða því sem lokið verði við úrbætur á aðgengi skv. fyrri samantekt frá ráðgjafaráði. Umræða varð um aðgengismál og nauðsyn þess að hafa fastan tengilið við framkvæmdasvið. Sérstaklega var bent á aðgengi á biðstöðum Strætó, en það verkefni var hluti af framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks frá 2012-14.

    • 1606229 – Húsnæðismál

      Lagðar fram upplýsingar yfir áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á sveitarfélög.

    • 10021070 – Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar

      Í ljósi staðreynda sem raktar eru í framlögðu minnisblaði þykir fjölskylduráði ljóst að forsendur fyrir framlengingu samstarfssamnings við Vinnumálastofnun um rekstur Atvinnumiðstöðvar Hafnarfjarðar séu ekki lengur til staðar.

    Almenn erindi

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      Fjölskylduráð felur sviðinu útfærslu á framlenginu samningsins við Útlendingastofnun.
      Lögð er áhersla á öflugt samstarf við stofnunina varðandi fræðslu- og barnaverndarmál.
      Jafnframt er lögð áhersla á að ákvæðum um málshraða sé fylgt.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Málið rætt og verður haldinn vinnufundur um fjárhagsáætlun 30. sept n.k.

    • 1608290 – Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

      Lagt fram fjölskylduráð gerir ekki athugasemd.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 27/2016, 28/2016, 29/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt