Fjölskylduráð

7. október 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 323

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Almenn erindi

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðu heimaþjónustu og tilraunaverkefni sem unnið er í samvinnu við ISS. Árangur af tilraunaverkefninu er góður og felur Fjölskylduráð sviðinu að gera varanlega útfærslu á þjónustu í ljósi þessarar reynslu.
      Farið var yfir tölur um fjölda einstaklinga sem fá heimsendan mat og fjölda sem nýtir mötuneyti fyrir eldri borgara. Áfram verður unnið að því bæta þjónustuna í samvinnu við notendur og þjónustuaðila.
      Farið verður í tilraunaverkefnið Curron sem er velferðartækni sem notuð er við skipulagningu og framkvæmd heimaþjónustu.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Fjölskylduráð Hafnarfjarðar skorar á Alþingi að lögfesta NPA og eyða þannig óvissu notenda sem nú þegar eru með samning um notendastýrða persónulega aðstoð og auka val fatlaðs fólks um þjónustu. Tilraunaverkefni NPA hófst árið 2011 og framlenging verkefnisins rennur út um næstu áramót. Hafnarfjörður hefur frá upphafi verið leiðandi í þátttöku í verkefninu og áréttar mikilvægi þess að tryggt verði fjármagn til verkefnisins og að settar verði leiðbeinandi reglur um þjónustuna sem tryggi jafnræði notenda. Núverandi staða felur í sér mismunun sem verður ekki leiðrétt nema með lögfestingu NPA.

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      Sviðsstjóra falið að svara erindum í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1610077 – Fatlað fólk, menntunarstig á starfsstöðvum

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri mætti á fundinn og fór yfir upplýsingar um menntunarstig á starfsstöðvum sem þjónusta fatlað fólk. Fjölskylduráð stefnir á að hlutfall fagfólks sem vinnur með fötluðu fólki verði aukið, með því að auglýsa sérstaklega eftir fagmenntuðu starfsfólki þegar stöður losna. Markmið ársins 2017 verður að auka hlutfallið í 40%, sem í dag er 25%, og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

    • 16011131 – Fatlað fólk, fjármögnun 2016

      Fjölskylduráð leggur áherslu á að fjármagn fylgi þjónustu vegna málaflokks fatlaðra í samræmi við samning um yfirtöku verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga frá 2011. Árið 2015 vantaði tæpar 70 miljónir til verkefnisins hjá Hafnarfjarðarbæ og halli á fyrri helmingi þessa árs er um 50 milljónir. Því er ljóst að yfirfara þarf fjárþörf til málaflokksins í samræmi við upphafleg markmið sem voru að tryggt yrði að fjármagn frá ríkinu yrði í samræmi við þjónustuþörf í málaflokknum

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Vísað til bæjarráðs.

    Fundargerðir

Ábendingagátt