Fjölskylduráð

4. nóvember 2016 kl. 12:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 326

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Atli Þórsson sérfræðingur kom og kynnti vinnu vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

    • 1510413 – Félagslega húsnæðiskerfið, starfshópur, fundargerðir

      Skipan starfshóps Árni Rúnar Þorvaldsson skipaður í stað Ómars Ásbjörns Óskarssonar

    • 1610409 – Fyrirspurn, félagslegt húsnæði

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um stöðu húsnæðismála.

      1. Hver er heildarfjöldi umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá bænum og hve margar eru frá örorkulífeyrisþegum? Brýnt er fá þessar upplýsingar þegar í stað.

      2. Hver hefur fjöldi umsókna verið í árslok síðustu 5 árin?

      3. Hver margir einstaklingar eru á bak við heildarfjölda umsókna, þ.m.t. börn undir 18 ára aldri.

      4. Hvað er talið að margir búi nú í félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins og hve margar eru þær í dag?

      Lagt fram og sviðstjóra falið að svara fyrirspurn.

    Kynning

    • 1611021 – Flóttafólk

      Verkefnastjórar mæta á fundinn og fara yfir stöðu flóttamannaverkefnisins.

      Kynning.

    • 1611020 – Gráu svæðin í velferðarþjónustu

      Lagt fram.

Ábendingagátt