Fjölskylduráð

18. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 327

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

      Hrönn Hilmarsdóttir mætti á fundinn.
      Fjölskylduráð óskar eftir samantekt á stöðu fólks með skerta starfsgetu í störfum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fjölda starfa, stöðu á miðlægum sjóði og möguleikum á fjölgun starfa. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir stöðu gagnvart Atvinnu með stuðningi og verkefni Vinnumálastofnunar, Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana.

    • 1611087 – Rauði krossinn, samstarf

      Fulltrúar Rauða krossins mæta á fundinn.

      Sviðstjóra falið að vinna að áframhaldandi samstarfi við Rauða krossinn.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Fjölskylduráð felur sviðstjóra að svara erindi.

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Frestað til næsta fundar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 33/2016

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Kynning

    • 1604587 – Þjónusta við langveik börn

      Á fundi fjölskylduráðs þann 12. september sl. var fjallað um málefni langveikra barna og talið brýnt að niðurstaða komist í verka-og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við langveik börn þannig að óviðunandi óvissu í málaflokknum verði eytt. Bókun fjölskylduráðs var send Velferðarráðuneytinu og óskað var eftir viðræðum. Auk þess hefur erindið verið ítrekað símleiðis. Engin viðbrögð hafa verið af hendi ríkis í málinu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar sendi velferðarráðuneytinu bréf dags. 19. júlí sl. þar sem óskað var eftir viðræðum við ráðuneytið. Ekkert svar barst.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra í samvinnu við bæjarstjóra og bæjarlögmann að kanna réttarstöðu sveitarfélagsins og fylgja málinu eftir.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Málið rætt.

Ábendingagátt