Fjölskylduráð

13. janúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 331

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynning

    Almenn erindi

    • 1307153 – Strandgata 75, Drafnarhús

      Sviðstjóra falið að vinna málið áfram og óskað verður eftir að fá fulltrúa FAAS á fund hjá ráðinu.

    • 1701158 – Húsnæðismál fatlaðs fólks

      Lögð fram fyrirspurn Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Hversu margir fatlaðir einstaklingar á biðlista eftir húsnæðisúrræði í Hafnarfirði hafa náð fullorðinsaldri, búa enn í foreldrahúsum og hvað þeir hafa beðið að meðaltali lengi eftir viðeigandi úrræði?

    • 1701159 – Umsamin starfslok og uppsagnir á fjölskyldusviði

      Lögð fram fyrirspurn Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Óskað er eftir yfirliti yfir umsamin starfslok og uppsagnir á Fjölskyldusviði Hafnarfjarðar frá 2014 til dagsins í dag. Í yfirlitinu er óskað eftir því að fram komi upplýsingar um stöðuheiti, kyn, aldur og starfsaldur. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um það hvar og hvenær ákvörðunum starfslok/uppsögn var tekin og hvenær hún var tilkynnt.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 01/2017

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt