Fjölskylduráð

20. október 2017 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 349

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

Ritari

  • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Afgreiðslu málsins er frestað.

    • 1710185 – Suðurgata 14

      Fjölskylduráð fagnar því að stækkun Geitungaverkefnisins sé loks að verða að veruleika með tilkomu varanlegs og stærra húsnæðis í gömlu Skattstofunni, auk þess sem tækifæri opnast fyrir fleiri fatlaða Hafnfirðinga að sækja vinnu og félagsstarf innan bæjarmarkanna. Húsið mun ennfremur nýtast sem samfélagshús, með fjölbreyttri starfsemi fyrir almenning í bænum, sem er mjög jákvæð þróun hvað varðar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu almennt.

    • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

      Sviðsstjóra falið að fylgja eftir stofnun sjálfseignarstofnunar um byggingu búestukjarnans að Arnarhrauni 50 og sjá til þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

    • 1710231 – Fjölsmiðjan, þjálfunarstyrkir, tillaga að hækkun

      Fjölskylduráð samþykkir erindi um hækkun þjálfunarstyrks í Fjölsmiðjunni, sjá fylgiskjöl.

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Málið rætt.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 9/2017.

      Afgreiðslu málsins er frestað.

    Fundargerðir

Ábendingagátt