Fjölskylduráð

17. nóvember 2017 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 352

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Dagbjört Gunnarsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Janus heilsueflingu slf.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að kanna fyrirkomulag útgreiðslu frístundastyrkja fyrir eldri borgara.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Sviðsstjóra falið að skoða ráðstöfun fjárhagslegs svigrúms sem kom til vegna breyttra laga um almennan og sérstakan húsnæðisstuðning.

    • 1503090 – Vistun barna

      Lagt fram.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Fjölskylduráð samþykkir akstur ferðaþjónustu fatlaðra til kl. 01:00 enda er það í samræmi við núgilandi reglur sveitarfélagsins að ferðaþjónusta fatlaðra fylgi akstursreglun Strætó bs. Fjölskylduráð styður ekki að ferðaþjónustan taki þátt í tilraunaverkefni hjá Strætó þar sem boðið verður upp á næturakstur um helgar.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Lagt fram.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lagt fram.

Ábendingagátt