Fjölskylduráð

31. ágúst 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 367

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þeirra sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakanna og Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mæta á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Árna og Vilborgu fyrir komuna.

      Fjölskylduráð samþykkir að stofnaður sé starfshópur sem hefur það verkefni að kanna möguleika á húsnæði fyrir þetta úrræði í Hafnarfirði. Starfshópurinn skili niðurstöðum eigi síðar en í lok október.

      Bókun frá Bæjarlistanum:

      Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun
      Óskað verði eftir samstarfi við félagasamtök (Alzheimersamtökin) um opnun nýrrar dagdvalar fyrir fólk með heilabilun, til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er í Drafnarhúsi og í þeim sama anda. Horft verði til þjónustukjarna við Sólvang varðandi staðsetningu.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks og Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður á Læk mæta á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn og Brynju fyrir komuna og góða kynningu.

      Fjölskylduráð er sammála um að þjónustan við þann hóp sem sækir þjónustu í Læk verði að vera góð og fjölbreytt. Núverandi húsnæði þarfnast mikils viðhalds. Mikilvægt að vanda vel til varðandi ákvörðun um flutning á starfseminni. Fjölskylduráð mun heimsækja Læk í vettvangsheimsókn í byrjun október.

    • 1808353 – Fatlað fólk, íbúðir, fyrirspurn

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör við fyrirspurnum um þetta mál sem lagðar voru fram á síðasta fundi ráðsins af Samfylkingunni. Af þeim 56 einstaklingum sem eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði eru 28 í brýnni þörf skv. framlögðu svari. Meðalbiðtíminn eftir húsnæði eru 6 ár sem er of langur tími. Leggja verður áherslu á að finna lausn við þessum bráða vanda sem fyrst.

      Fjölskylduráð tekur undir bókun Samfylkingarinnar.

    • 1806346 – Félagslegar íbúðir, gæludýrahald

      Lagt fram og samþykkt og sviðsstjóra falið að kynna breyttar reglur fyrir hlutaðeigandi.

    • 1801069 – Utangarðsfólk í Reykjavík, húsnæðisvandi, athugun

      Fjölskyldurráð þakkar sviðinu fyrir ítarlega greiningu á húsnæðisvanda utangarðsfólks í framhaldi af erindi umboðsmanns Alþingis. Þörf er á búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk í Hafnarfirði. Mikilvægt að finna heppilegt húsnæði sem fyrst og fara í viðræður við rekstraraðila.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör við fyrirspurnum um þetta mál sem lagðar voru fram á síðasta fundi ráðsins af Samfylkingunni. Af svörunum að dæma er ljóst að Reykjavíkurborg ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk en fagna ber samstarfi Hafnarfjarðar um rekstur gistiskýlis í Reykjavík. Ekkert bendir til annars en að heimilislaust fólk komi af öllu landinu þó það dveljist flest í Reykjavík. Það er því sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna í landinu og ráðherra velferðarmála að koma að lausn þessara mála. Samfylkingin telur rétt að skoðað verði með hvaða hætti Hafnarfjörður getur bætt og eflt þjónustu sína við þennan hóp annars vegar með úrræðum innanbæjar og hins vegar með auknu samstarfi við önnur sveitarfélög.

    • 1808354 – Almennar íbúðir, fyrirspurn

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör við fyrirspurnum um þetta mál sem lagðar voru fram á síðasta fundi ráðsins af Samfylkingunni. Það voru mikil vonbrigði að Bjarg Íbúðafélag skyldi skila lóð undir 32 íbúðir í Skarðshlíð fyrr í sumar. Vegna húsnæðisvandans á Hafnarfjörður að leita allra leiða til þess að tryggja ásættanlegt framboð af lóðum og íbúðum á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning.

    • 1411192 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Skv. barnaverndarlögum skulu sveitarfélög marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Fyrir fundinum liggur framkvæmdaáætlun í barnanvernd fyrir kjörtímabilið 2014-2018.

      Lagt fram. Skipað verður í starfshóp á næsta fundi ráðsins.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 7/2018

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt