Fjölskylduráð

14. september 2018 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 368

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 0808257 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, þjónustusamningur og markmið

   Samvinna Fjölskylduþjónustu og Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarinnar og Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri á Fjölskylduþjónustunni mæta á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Önnu Guðný og Soffíu fyrir góða kynningu.

   Bókun: Fjölskylduráð leggur á það áherslu að samstarf fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar og Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar verði eflt enn frekar. Leitast þarf við að skapa störf innan sveitarfélagsins til að einstaklingar sem nýta þjónustu Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar geti snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Sviðstjóra er falið að taka þetta upp á fundi sviðstjóra bæjarins og kanna hvar hægt sé að auka svigrúm til fjölbreyttra starfa. Ennfremur verði skoðað að taka upp samstarf við Markaðstofu Hafnarfjarðar.

  • 1707061 – Aukin samvinna Fjölskyldu- og Fræðslu- og frístundasviðs, skýrsla starfshóps

   Kynning á stöðu samstarfsverkefnis Fjölskyldu- og Fræðslu- og frístundaþjónustu en meginmarkmið verkefnisins er að auka lífsgæði barna og fjölskyldna í Hafnarfirði.
   Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri Hafnarfjarðarlíkansins mætir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Huldu fyrir góða kynningu.

   Bókun: Fjölskylduráð fagnar þessari auknu samvinnu fjölskyldu- og fræðslu ? og frístundasviðs. Hér er um að ræða stórt skref í átt að bættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Guðmundur Pálsson, ráðgjafi hjá KPMG mætir á fundinn og fer yfir drög að húsnæðisstefnu.

   Fjölskylduráð þakkar Guðmundi fyrir góða kynningu.

   Drög að húsnæðisstefnu lögð fram. Vísað í bæjarráð og skipulagsráð til kynningar og óskað er eftir umsögn þessara ráða.

  • 1708109 – Fjárhagsáætlun Fjölskylduþjónustu 2018

   Guðmundur Sverrisson og Elsa Guðrún Jóhannsdóttir frá fjármálasviði mæta á fundinn og fara yfir stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins árið 2018.

   Elsa Guðrún Jóhannsdóttir frá fjármálasviði mætti til fundarins og fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins árið 2018.

   Fjölskylduráð þakkar Elsu Guðrúnu fyrir kynninguna.

  • 1711264 – Vistheimili, Ásgarður, samvinna

   Fyrir fundinum liggja upplýsingar um uppbyggingu heimilis fyrir fatlað fólk, fundargerð Ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks og minnisblað sviðsstjóra dagsett 13. sept. 2018.

   : Fjölskylduráð samþykkir samvinnu við sjálfseignarstofnunina Ásgarð/Embla. Um er að ræða samning um rekstur á heimili fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Með samningi við Ásgarð/EMBLU fær Hafnarfjarðarbær pláss fyrir tvo einstaklinga.

  • 1801074 – Smyrlahraun 41a, lóðarumsókn

   Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna lóðar að Smyrlahrauni °41a. Óskað er eftir lóðinni fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

   Fjölskylduráð samþykkir að óska eftir lóðinni að Smyrlahrauni 41a fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að verið sé að bregðast við vanda í húsnæðismálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði með þessari lóðarumsókn. Skv. svörum við fyrirspurn Samfylkingarinnar frá 17. ágúst sl. kom fram að þörf væri á 3-4 búsetukjörnum í viðbót við þá sem voru í undirbúningi. Það blasir við að vandinn er alvarlegur og aðkallandi að bregðast við honum eins fljótt og kostur er.

  • 1808353 – Fatlað fólk, íbúðir, fyrirspurn

   Fjölskylduráð óskar eftir upplýsingum um stöðu verkefna sem eru í undirbúningi og óskar eftir kynningu frá Sviðstjóra Umhverfis og skipulagsþjónustu á næsta fundi og Ráðgjafarráði fatlaðra verði boðin þáttaka á fundinum.

  • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

   Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar frá 17.ágúst 2018.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör við fyrirspurnum um þetta mál sem lagðar voru fram á fundi Fjölskylduráðs þann 17. ágúst sl. Á síðustu rúmu fjórum árum hefur Hafnarfjarðarbær keypt 21 íbúð inn í félagslega íbúðakerfið en að teknu tilliti til íbúafjölda þyrfti Hafnarfjarðarbær að fjölga íbúðum um 221 til þess að íbúðir innan kerfisins teldust jafn margar og í Reykjavík. Félagslegar íbúðir eru 7,9 á hverja þúsund íbúa í Hafnarfirði en landsmeðaltalið er 10,5 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Svörin sýna því að nauðsynlegt er að setja aukinn kraft í að fjölga íbúðum í félagslega kerfinu til þess að mæta þeirri brýnu þörf sem til staðar og stytta biðtíma.

  • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

   Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi starfshóps um dagdvöl fyrir heilabilaða.

   Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp sem hefur það verkefni að leggja fram hugmyndir um húsnæði sem hentar fyrir dagdvöl fyrir heilabilaða í sveitarfélaginu. Starfshópurinn á að ljúka störfum í lok október.

   Fjölskylduráð hefur skipað eftirtalda aðila í starfshópinn:

   Valdimar Víðisson, fulltrúi meirihluta. Formaður.
   Erla Sigríður Ragnarsdóttir, fulltrúi meirihluta.
   Auðbjörg Ólafsdóttir, fulltrúi minnihluta.
   Starfsmaður starfshópsins er sviðsstjóri Fjölskyldusviðs.

  • 1411192 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

   Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 skulu sveitarfélög marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Fyrir fundinum liggur drög að erindisbréfi starfshóps um gerð framkvæmdaáætlunar.

   Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 skulu sveitarfélög marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Fyrir fundinum liggur drög að erindisbréfi starfshóps um gerð framkvæmdaáætlunar.

   Fjölskylduráð hefur skipað eftirtalda aðila í verkefnastjórnina:

   Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, fulltrúi meirihluta. Formaður.
   Kristjana Ósk Jónsdóttir, fulltrúi meirihluta.
   Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, fulltrúi minnihluta.
   Starfsmenn hópsins eru Ólína Birgisdóttir, deildarstjóri barnaverndar, Haukur Haraldsson, sálfræðingur Fjölskylduþjónustu og Eiríkur Þorvarðarson, yfirsálfræðingur á fræðslu- og frístundasviði.

  • 0701243 – Málskot

   Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 8/2018 og 9/2018.

   Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

  • 1809262 – Menningarstofnanir og íþróttamannvirki, aðgengi fatlaðra

   Fjölskylduráð leggur til að skoðað verði aðgengi fatlaðra að menningarstofnunum og íþróttamannvirkjum bæjarins. Mikilvægt er að tryggt sé jafnt aðgengi allra að þessum mannvirkjum. Málinu vísað til ráðgjafaráðs fatlaðra sem tekur málið til umsagnar.

Ábendingagátt