Fjölskylduráð

28. september 2018 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 369

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður
  • Magna Björk Ólafsdóttir varamaður
  • Svava Björg Mörk varamaður
  • Sævar Gíslason varamaður

Auk þess sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Auk þess sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1808353 – Fatlað fólk, íbúðir, fyrirspurn

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir á fundinn og fer yfir stöðu verkefna í búsetumálum fatlaðs fólks sem eru í undirbúningi. Ráðgjafarráð fatlaðs fólks er einnig boðað á fundinn.

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Jóna Imsland frá Ráðgjafarráði fatlaðs fólks mættu á fundinn. Sigurður fór yfir stöðu útboða á Arnarhrauni og Öldugötu.
      Sjálfseignarstofnun hses um búsetukjarna að Öldugötu 45 sækir um lóðina á Öldugötu 45 fyrir búsetukjarna. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að úthluta lóðinni til sjálfseignarstofnunarinnar.

    • 1809502 – Hópasöfnun í miðbæ

      Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi mætir á fundinn.

      Geir fór yfir stöðu forvarnarmála í sveitarfélaginu og hópasöfnun ungmenna sem á sér stað í miðbænum. Ráðið þakkar góða kynningu og leggur áherslu á að brugðist sé við og skoðuð verði möguleg úrræði fyrir þennan hóp.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Guðbjörg Magnúsdóttir, verkefnastjóri mætir á fundinn og fer yfir stöðu fjölmenningar og verkefni fjölmenningarráðs.

    • 1809285 – Miðstöð fyrir innflytjendur, erindi

      Erindið er lagt fram og sent til fjölmenningarráðs til umfjöllunar

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri fer yfir stöðu verkefnisins og næstu skref.

      Frestað.

    • 1708109 – Fjárhagsáætlun Fjölskylduþjónustu 2018

      Lögð fram frávikagreining vegna fjárhagsáætlunar sviðsins 2018.

      Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði kom og fór yfir stöðu reksturs fjölskyldusviðs janúar til ágúst 2018.

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Elsa Guðrún Jóhannsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði fer yfir lykiltölur.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      Frestað.

    • 1809463 – Öldungaráð

      Frestað.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 10/2018 og 11/2018.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Frestað.

Ábendingagátt