Fjölskylduráð

15. febrúar 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 384

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811368 – Hrafnista, þjónusta við aldraða, aukið samstarf, erindi

      Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði og Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs mæta á fundinn. Einnig sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs fundinn.

      Lagt fram. Sviðsstjóra falið að skoða málið og kanna möguleika á samstarfi. Erindið sent til umsagnar í öldungaráði.

    • 1811294 – Hrafnista, sundlaug, erindi

      Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði og Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs mæta á fundinn. Einnig sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs fundinn.

      Lagt fram. Sviðsstjóra falið að skoða málið og kanna möguleika á samstarfi. Erindið sent til umsagnar í öldungaráði.

    • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

      Fundinn sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs.

      Fjölskylduráð vill að frístundastyrkur sé í samræmi við frístundastyrk ungmenna. Samþykkt að kanna svigrúm til hækkunar á frístundastyrk um mitt ár 2019.

      Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir yfir vonbrigðum að ekki hafi reynst unnt að ljúka málinu á fundinum í dag. Hringlandaháttur hefur einkennt málið síðan fræðsluráð samþykkti á hækkun frístundastyrknum einróma á fundi sínum 5. des. 2018 en meirihluti bæjarstjórnar vísaði tillögunni til baka í fræðsluráð þann 12. des. 2018. Mikilvægt er að fjölskylduráð tefji ekki hækkun til barna og ungmenna svo þau standi jafnfætis börnum og ungmennum í öðrum sveitarfélögum.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Fundinn sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs.

      Fjölskylduráð samþykkir breyttar reglur varðandi niðurgreiðslu á þáttökugjaldi vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar íbúa á aldrinum 67 ára og eldri. Sent til öldungaráðs til kynningar.

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Hafnarfjarðarbær sendi annað bréf, dagsett 22. janúar 2019,á heilbrigðisráðuneytið þar sem óskað var eftir fjármagni til reksturs dagdvalarrýma fyrir fólk með heilabilunasjúkdóma. Ráðuneytið hafnaði erindinu og vísaði í bréf sem ráðuneytið sendi 12. desember 2018. Fjölskylduráð harmar þessar ákvörðun ráðuneytisins þar sem brýn þörf er á þessum úrræðum. Fjölskylduráð óskar eftir því að ráðuneytið endurskoði forgangsröðun og tryggi að fjármagn sé sett í þennan málaflokk. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að senda annað bréf á ráðuneytið.

    • 1809463 – Öldungaráð

      Fundinn sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1901216 – Málefni erlendra íbúa

      Starfslýsing lögð fram og samþykkt. Sviðsstjóra falið að auglýsa stöðuna.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram til umræðu. Fjölskylduráð óskar eftir umsögn frá ráðgjafaráði.

    • 1801076 – Félagslegt húsnæði

      Umræða.

    Fundargerðir

Ábendingagátt