Fjölskylduráð

29. mars 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 388

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sólon Guðmundsson varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Kristrún Hafsteinsdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1903051 – Brúin

      Sviðsstjórar Fjölskylduþjónustu, Fræðslu- og frístundaþjónustu og verkefnastjóri Brúarinnar kynna tilurð, framgang og stöðu Brúarinnar.

      Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir góða kynningu.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Lagt fram.

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Lagt fram. Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um fjölda á biðlista eftir dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu mætir á fundinn og fer yfir drög að NPA reglum og minnisblað um stöðu NPA verkefnisins.

      Lagt fram.

    • 1804409 – Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar

      Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir góða kynningu á því faglega og flotta starfi sem fram fer í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar.

    • 1801076 – Félagslegt húsnæði

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lagt fram.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Tillaga Samfylkingarinnar:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að starfshópi um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði verði falið að framkvæma þjónustukönnun á meðal notenda ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði. Í henni verði hugur notenda til þjónustunnar í dag kannaður, hvað þeir vilja varðveita og hvað þeir vilja bæta til framtíðar. Slík þjónustukönnun veitir okkur góða innsýn inn í stöðu mála á þessum tímapunkti og gefur okkur góðan grunn til samanburðar eftir að Hafnarfjarðarbær hefur tekið yfir þjónustuna. Einnig getur þjónustukönnun gefið okkur sterkar vísbendingar um það hvað í þjónustunni má betur fara í undirbúningi okkar á því að bærinn taki við þjónustunni. Niðurstöður þjónustukönnunar skulu liggja fyrir í lok maí 2019.

      Tillögunni vísað inn í starfshópinn til umfjöllunar.

Ábendingagátt