Fjölskylduráð

14. október 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 400

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Umræður.
      Tillögur um leiðréttingu að gjaldskrá eru sendar til öldungaráðs til umsagnar.

      Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur áherslu á að ekki verði farið of bratt í gjaldskrárhækkanir á næsta ári og minnir í því sambandi á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamninga um að sveitarfélög hækkuðu gjöld sín að hámarki um 2,5% árið 2020, en minna ef verðbólga er lægri.

    • 1904152 – NPA miðstöðin, erindi

      Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að skoða fyrirkomulag NPA, jafnaðartaxta, samræmdar reglur, hvernig úthlutun er háttað og eftirfylgni.
      Sviðsstjóra er falið að útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Umræður. Tillaga á breytingu á kostnaðarþátttöku iðkenda er send til öldungaráðs til umsagnar

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Fjölskylduráð leggur til breytingu á reglum Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning frá 17. október 2017.
      Felld verði út síðasta málsgrein 1. greinar í reglunum sem er svohljóðandi:
      Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur í félagslegu húsnæði.
      Sviðstjóra er falið að uppfæra reglurnar í samræmi við bókun ráðsins.

      Fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar:
      Í ljósi nýlegs úrskurðar Úrskurðarnefndar velferðarmála er varðar reglur um sértækan húsnæðisstuðning í Kópavogi, vill Viðreisn leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
      1. Ætlar Hafnarfjarðarbær að breyta reglum um sértækan húsnæðisstuðning í samræmi við úrskurðinn og ef svo er, hvenær má vænta niðurstöðu?
      2. Varðandi afgreiðslu umsókna um sértækan húsnæðisstuðning óskum við eftir að fá gögn yfir afgreiðslu mála, þ.e. a) Hversu mörg mál hafa verið afgreidd með samþykki, b) Með synjun og c) Með mál fellt niður.
      3. Hversu mörgum einstaklingum hefur verið synjað um sértækan húsnæðisstuðning á grundvelli þessarar reglu sem nú hefur verið úrskurðuð ólögmæt?
      4. Hafa þeir einstaklingar sem fengu synjun á grundvelli umræddrar reglu verið upplýstir um ólögmæti hennar og ef ekki, hvenær og hvernig er stefnt að því?

    • 1801069 – Utangarðsfólk, húsnæðisvandi,

      Fyrir nokkrum vikum boðaði fjölskylduráð embættismenn til vinnufundar vegna stöðunnar í málefnum fólks með fjölþættan vanda. Um er að ræða einstaklinga sem margir hverjir glíma við fíknivanda og/eða önnur andleg veikindi. Það er ljóst að það þarf að bregðast við.
      Nú þegar eru hluti félagslegra leiguíbúða nýttar fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Lagt er til að það úrræði verði þróað áfram með því að nýta fleiri íbúðir fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda eftir því sem losnar um íbúðir.
      Jafnframt verði þróað úrræði fyrir þennan hóp sem fælist í því að framleigja húsnæði t.d. herbergi á gistiheimili tímabundið. Úrræðið verði bundið þeim skilyrðum að viðkomandi sé tilbúinn að taka þátt í virkniúrræðum og einnig tilbúinn að þiggja sértæka liðveislu og endurhæfingu.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagt fram.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 16/2019

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt