Fjölskylduráð

8. nóvember 2019 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 403

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Samþykkt á fundi bæjarstjórnar 16.október sl.
      Fjölskylduráð
      Inn kemur: Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Miðvangi 107
      Út fer:
      Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

      Öldungaráð

      Inn fer:
      Magnús Pálsson Sigurðsson
      Breiðvangi 16
      Út fer:
      Elínbjörg Ingólfsdóttir

      Lagt fram.

    • 1411192 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lagt fram til afgreiðslu.

      Framkvæmdaráætlun í barnavernd í Hafnarfirði kjörtímabildið 2018 – 2022 lögð fram og samþykkt. Starfshópnum eru þökkuð vel unnin störf.
      Framkvæmdaráætluninni vísað í bæjarstjórn til kynningar.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Ólafía Björk Ívarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar mætir á fundinn.

      Verkefnastjóra falið að uppfæra reglurnar um sérstakan sjóð sem styður við þátttöku erlendra barna í íþrótta- og tómstundastarfi með hliðsjón af ábendingum ráðsins.

      Tillögur að breytingu að á fjölmenningarráði lagðar fram. Umræður.

    • 1911011 – Ársskýrsla fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar 2018

      Lögð fram ársskýrsla fjölskylduþjónustu 2018.

      Lagt fram.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagt fram til afgreiðslu.

      Fulltrúi frá ráðgjafaráði um málefni fatlaðs fólks, Jóna Imsland, mætti til fundarins.

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram tillögu varðandi starfshóp um NPA: Ráðgjafaráð fatlaðs fólks verði með fulltrúa í starfshópi auk þess sem leitað verði eftir samráði við notendur og aðra hagsmunaaðila.

      Fjölskylduráð samþykktir tillögu frá áheyrnafulltrúa Bæjarlistans.

      Erindisbréf lagt fram og samþykkt.

      Eftirtaldir skipa starfshóp:
      – Helga Ingólfsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Formaður.
      – Margrét Vala Marteinsdóttir fyrir Framsókn og óháða.
      – Valdimar Víðisson fyrir Framsókn og óháða.
      – Árni Rúnar Þorvaldsson fyrir Samfylkinguna.
      – Arnhildur Ásdís Kolbeins fyrir Miðflokkinn.
      – Fulltrúi frá ráðgjafaráði um málefni fatlaðs fólks.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri stoðþjónustu mætir til fundarins.

      Fjölskylduráð þakkar Sjöfn kærlega fyrir kynninguna.

    • 1811177 – Félagslegar leiguíbúðir, kaup, fyrirspurn

      Lagt fram minnisblað

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 19/2019, 20/2019

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt