Fjölskylduráð

24. apríl 2020 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 414

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi COVID-19.

      Fjölskylduráð ítrekar þakklæti til allra starfsmanna á fjölskyldu- og barnamálasviði fyrir þeirra faglegu og öflugu störf síðustu vikur. Á þessum tímum hefur þurft að aðlaga þjónustuna og það hafa starfsmenn gert afskaplega vel.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Aukið aðhald í rekstri. Kynning.

      Tillögur lagðar fram og ræddar. Fjölskylduráð vísar tillögum er snúa að eldri borgurum til umsagnar hjá Öldungaráði.
      Tillögurnar verða svo teknar til afgreiðslu á aukafundi í fjölskylduráði þriðjudaginn 28. apríl nk.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar um atvinnleysi í sveitarfélaginu.

      Atvinnuleysi hefur aukist mjög mikið síðustu vikur og er það mikið áhyggjuefni. Fjölskylduráð bindur vonir við að aðgerðir ríkisstjórnarinnar annars vegar og Hafnarfjarðar hinsvegar muni draga úr atvinnuleysi. Í aðgerðaráætlun Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að ýmsum viðhaldsverkefnum verði flýtt og einnig lagt til fjármagn í ýmis nýsköpunarverkefni.

    • 2004065 – Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni

      Lagt fram bréf, beiðni um stuðning við innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.
      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá fjölskyldu- og barnamálasviði um erindið.

      Sviðsstjóra er falið að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar innan sviðsins og kanna hvort það sé svigrúm til að verða við þessari beiðni.

    • 1802244 – Fylgdarlaus börn

      Þjónusta við fylgdarlaus börn. Samið hefur verið við fyrirtækið KVAN um persónulega ráðgjöf við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu. Styrkur frá félagsmálaráðuneytinu nýtist í þessa þjónustu.

      Sviðsstjóri kynnti samning og fór yfir næstu skref í þessu verkefni.

    • 2004101 – Regur um skammtímadvalarstaði

      Lögð fram drög að reglum um skammtímadvalarstaði fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

      Lagt fram.

      Vísað til ráðgjafaráðs til umsagnar.

    • 1401769 – Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.

      Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn og kynnir atvinnuúrræði fyrir vinnufært fólk á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins.

      Fjölskylduráð fagnar þessari samvinnu Fjölskyldu- og barnamálasviðs við Vinnuskólann og Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar. Þessi samvinna mun veita 50 vinnufærum einstaklingum sem eru á fjárhagsaðstoð 70% vinnu frá 4. maí til 31. október.
      Fjölskylduráð þakkar Soffíu fyrir kynninguna.

    • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

      Lagðar fram upplýsingar um stöðu tilraunaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

      Fjölskylduráð leggur áherslu á mikilvægi áframhaldandi samvinnu Hafnarfjarðar við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu tengt þróunarverkefninu ,,Þorpið”. Verkefnið hefur reynst mjög vel og mikilvægt er að því starfi verði haldið áfram. Verklagið svarar þörfum um samvirkni kerfa og þverfaglega samvinnu innan þeirra og milli þeirra. Í kjölfar Covit-19 er enn frekar þörf á að styrkja og þróa þetta vinnulag.
      Mikið og gott samstarf lögreglunnar við félagsþjónustu, skólaþjónustu, barnavernd og önnur svið og stofnanir sveitafélagsins eru lykilatriði þegar kemur að forvörnum og vernd viðkvæmra hópa eins og barna og ungmenna. Það eykur skilvirkni í vinnslu mála, eykur öryggi, stuðlar að minnkun skemmdaverka og bætir þjónustu við íbúa sveitafélagsins m.a. með samræmingu verkferla og bættu aðgengi að lögreglu.
      Fjölskylduráð skorar á Lögreglu höfuðborgarsvæðisins að framlengja tilraunaverkefnið um ár og taka þannig þátt í að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um Þorpið og þau verkefni sem Þorpið vinnur nú að.

    Fundargerðir

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs til kynningar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt