Fjölskylduráð

28. apríl 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 415

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Aðgerðaráætlun vegna Covid 19.

      Eftirfarandi tillögur eru lagðar fram til afgreiðslu ráðsins:

      Tillaga 1
      Í dag er jafnaðartaxti fyrir gjaldskrá heimaþjónustu, 757 kr. fyrir klst. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði tekjutengd með eftirfarandi hætti:
      – Einstaklingur með tekjur undir 326.300 kr. á mánuði borgar 0 kr. fyrir klst.
      – Einstaklingur með tekjur frá 326.300 til 391.560 kr. borgar 515 kr. fyrir klst.
      – Einstaklingur með hærri tekjur en 391.561 kr. borgar 1040 kr. fyrir klst.
      – Hjón með tekjur undir 530.239 kr. borga 0 kr. fyrir klst.
      – Hjón með tekjur frá 530.239 til 636.285 kr. borga 515 kr. fyrir klst.
      – Hjón með hærri tekjur en 636.286 kr. borga 1040 kr. fyrir klst.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar samþykkja þessa tillögu. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.
      Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Samfylkingin er í grunninn ekki mótfallin tekjutengingu eins og hér er lagt til. Hins vegar var tillaga Samfylkingarinnar um að draga til baka hækkanir á gjaldskrám síðasta árs ekki tekin til formlegrar umfjöllunar í Öldungaráði en þar hefði hún átt að vera afgreidd formlega eins og aðrar tillögur sem snúa að eldri borgurum. Einnig liggja ekki fyrir nægjanlega góðar upplýsingar um þau áhrif sem þessi breyting mun hafa í för með sér.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
      Þessi breyting á gjaldskrá er til þess að verja viðkvæmustu hópana. Þeir sem hafa lægstu tekjurnar greiða minnst fyrir þjónustuna, þeir sem hafa hærri tekjur borga meira. Þessi breyting er einnig afar kærkomin fyrir hóp þjónustuþega sem eru með tekjur frá 326.300 kr. til 391.560 kr. Þeir borga í dag 757 kr. fyrir þjónustuna en eftir breytingu borga þeir 515 kr. fyrir þjónustuna.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 2
      Lagt er til að frístundastyrkur eldri borgara verði tekjutengdur með þeim hætti að einstaklingur með lægri tekjur en 391.560 kr. á mánuði eigi rétt til frístundastyrks en ekki þeir sem hafa hærri tekjur.

      Tillaga tvö er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans leggja áherslu á að ráðamenn bæjarins séu samstíga í þeim aðgerðum sem nú blasa við okkur í ljósi aðstæðna í samfélaginu og eru því samþykkir þessari tillögu. Engu að síður leggjum við áherslu á að málið verði tekið upp aftur og framtíðarfyrirkomulag þess skoðað vel, þegar afleiðingar núverandi ástands liggja ljósari fyrir.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun Viðreisnar- og Bæjarlistans um tillögu tvö.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 3
      Í Drafnarhúsi/Strandgötu 75 er rekin dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þar eru 24 rými. Hafnarfjarðarbær hefur greitt leiguna óháð því hvort þjónustuþegar eru með lögheimili í Hafnarfirði eða ekki. Lagt er til að þau sveitarfélög sem nýta þjónustuna í Drafnarhúsi greiði leigu í hlutfalli við fjölda þjónustuþega.

      Tillaga þrjú er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 4
      Lækur, dagþjálfun fyrir geðfatlaða, er í húsnæði að Hörðuvöllum 1. Lagt er til að Lækur flytjist í húsnæði í eigu sveitarfélagsins í Staðarbergi og núverandi húsnæði verði selt eða rifið.

      Tillaga fjögur er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Tillögunni er vísað til endanlegrar afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Tillaga 5
      Tillagan var lögð fram af fulltrúa Samfylkingarinnar á fundi fjölskylduráðs þann 8. apríl sl.
      Tillagan er svohljóðandi:
      Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskrárhækkanir á fjölskyldu- og barnamálasviði sem samþykktar voru við gerð síðustu fjárhagsáætlunar verði dregnar til baka frá og með sl. mánaðamótum. Um var að ræða 24% hækkun á heimaþjónustu aldraðra og öryrkja og rúmlega 100% hækkun á ferðaþjónustu aldraðra. Lækkunin gildi út þetta ár.

      Fulltrúi Samfylkingar samþykkir tillöguna. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá. Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfsstæðisflokks segja nei.
      Tillagan er felld með 3 atkvæðum gegn 1.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
      Hafnarfjörður er og hefur verið með eina lægstu gjaldskrána þegar borin eru saman sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Um áramót varð breyting á nokkrum liðum gjaldskrár til að færa gjaldskrána nær því sem gengur og gerist hjá öðrum sveitarfélögum en samt með það markmið að hún yrði áfram einna lægst hér í Hafnarfirði. Breytingarnar um áramót og þær breytingar sem hafa verið samþykktar hér í dag eru gerðar með það að leiðarljósi að verja tekjulægstu hópana.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á að við gerð síðustu fjárhagsáætlunar samþykkti meirihlutinn verulegar gjaldskrárhækkanir á heimaþjónustu fyrir aldraða og öryrkja og akstursþjónustu fyrir aldraða. Heimaþjónustan hækkaði um 24,5% en akstursþjónustan um rúmlega 100%. Samfylkingin mótmælti þessum hækkunum meirihlutans við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs þar sem þær komu illa við viðkvæma hópa í samfélaginu. Skoðun Samfylkingarinnar á þeim hækkunum hefur ekki breyst.

Ábendingagátt