Fjölskylduráð

8. maí 2020 kl. 13:30

í Hafnarborg

Fundur 416

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Farið yfir stöðuna í ljósi COVID-19.
      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks og Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu fara yfir stöðuna í málaflokkum fatlaðs fólks og eldri borgara.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn og Sjöfn fyrir kynninguna.
      Minnisblað frá deildarstjóra lagt fram.

      Fulltrúi Miðflokksins í fjölskylduráði þakkar framúrskarandi vinnubrögð á Fjölskyldu- og barnamálasviði í tengslum við Covid faraldurinn.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks kynnir þjónustu Lækjar.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn fyrir kynninguna.

    • 1912131 – Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks kynnir þjónustu Hæfingarstöðvarinnar við Bæjarhraun.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn fyrir kynninguna.

    • 1711264 – Vistheimili, Ásgarður, samvinna

      Heimili í sveit-samstarfssamningur Andrastaða hses og sveitarfélaganna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Guðmundur Sverrisson og Bryndís Edda Eðvarðsdóttir frá fjármálasviði mæta á fundinn og fara yfir lykiltölur í rekstri og þjónustu sviðsins.

      Lagt fram.

    • 2004065 – Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni

      Styrkbeiðni Hjálparstarfs kirkjunnar, umsögn sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs.

      Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. var óskað eftir umsögn fjölskylduráðs vegna beiðni um stuðning við innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar. Í ljósi þeirra stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna Covid-19 tekur fjölskylduráð jákvætt í erindið og samþykkir að veittur verði 500.000 kr. styrkur til samtakanna úr styrktarsjóði fjölskylduráðs. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög standi vörð um viðkvæmustu hópa samfélagsins og aðstoði þá eftir fremsta megni.

      Vísað til bæjarráðs til kynningar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 9/2020 og 10/2020.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    • 2005184 – Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, NPA samningar og launakostnaður

      Lagt fram.

      Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um NPA samninga og launakostnað
      1. Hversu mikið myndu framlög Hafnarfjarðar hækka á mánaðargrundvelli ef framlög til NPA samninga myndu hækka í samræmi við nýjar launatöflur sem tóku gildi 1. apríl 2019 eftir gerð lífskjarasamninga og ef mið er tekið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar?
      2. Hver er kostnaður Hafnarfjarðar af því að greiða fyrrnefnda hækkun afturvirkt til 1. apríl 2019?

    Fundargerðir

Ábendingagátt