Fjölskylduráð

14. ágúst 2020 kl. 13:30

í Hafnarborg

Fundur 421

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þann 24.júní sl. var kosið í ráð og nefndir:
      Fjölskylduráð
      Aðalmenn:
      Valdimar Víðisson, Brekkuási 7 xB Formaður
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 xD Varaformaður
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c xD Aðalmaður
      Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 xS Aðalmaður
      Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5 xL Aðalmaður
      Árni Stefán Guðjónsson, Öldutúni 2 xC Áheyrnarfulltrúi
      Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 xM Áheyrnarfulltrúi
      Varamenn:
      Erla Ragnarsdóttir, Glitvangi 15 xD Varamaður
      Linda Hrönn Þórisdóttir, Lækjarhvammi 10 xB Varamaður
      Halla Sigrún Mathiesen, Lindarbergi 18 xD Varamaður
      Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4 xS Varamaður
      Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, Blómvöllum 14 xL Varamaður
      Daði Lárusson, Hverfisgötu 45 xC Varaáheyrnarfulltrúi
      Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b xM Varaáheyrnarfulltrúi

      Lagt fram.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagðar fram upplýsingar um forsendur og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2021-2024.

      Lagðar fram upplýsingar um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagðar fram lykiltölur í rekstri fjölskyldu- og barnamálasviðs fyrstu fimm mánuði ársins.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2002513 – Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

      Lagðar fram til samþykktar reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.

      Fjölskylduráð samþykkir reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga komu á fót teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 þann 26. maí s.l. Meðfylgjandi eru stöðuskýrslur teymisins. Einnig eru lagðar fram upplýsingar um fyrirmæli embættis landlæknis varðandi viðbrögð við COVID á velferðarsviðum sveitarfélaga.

      Félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga komu á fót teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 þann 26. maí s.l. Meðfylgjandi eru stöðuskýrslur teymisins.

    • 1801505 – Umboðsmaður Alþingis, einstaklingar sem ekki eru mæltir á íslensku, frumkvæðisathugun

      Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í tilefni af frumkvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld.

      Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í tilefni af frumkvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld.

      Fjölskylduráð fagnar frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar hafið vinnu við að koma til móts við einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku með aukinni túlkaþjónustu og þýðingarvinnu á vef og samfélagsmiðlum. Fjölskylduráð hvetur til þess að unnið sé í anda þeirra niðurstaðna sem koma fram í áliti umboðsmanns.

    • 2008039 – NPA miðstöðin, ársreikningur 2019

      Lagður fram ársreikningur NPA miðstöðvarinnar 2019 og skýrsla stjórnar NPA.

      Lagður fram ársreikningur NPA miðstöðvarinnar 2019 og skýrsla stjórnar NPA.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lögð fram svör við fyrirspurn Bæjarlistans á fundi fjölskylduráðs þann 22.júlí 2020.

      Lögð fram svör við fyrirspurn Bæjarlistann á fundi fjölskylduráðs þann 22.júlí 2020.

      Fulltrúi Bæjarlistans þakkar deildarstjóra stuðnings- og stoðþjónustu fyrir framlögð svör en ítrekar að útreikningar hefðu átt að fylgja málinu þegar það var lagt fyrir á sínum tíma.

Ábendingagátt