Fjölskylduráð

23. október 2020 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 427

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Karlott Gunnhildarson ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn til viðræðna um fjárhagsáætlun 2021.

      Tekið til umræðu.

    • 2009617 – Málefni flóttamanna

      Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri stoðdeildar flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd mætir á fundinn og upplýsir ráðið um þjónustu sveitarfélagsins við umrædda hópa.

      Fjölskylduráð þakkar Ægir Erni Sigurgeirssyni, deildarstjóra stoðdeildar flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd, fyrir kynninguna. Hafnarfjarðarbær er að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.
      Fjölskylduráð óskar eftir kynningu frá félagsmálaráðuneytinu á verkefninu samræmd móttaka flóttafólks.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir ekki athugasemd við að óskað verði eftir kynningu frá félagsmálaráðuneytinu á verkefninu samræmd móttaka flóttafólks. Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar hins vegar að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks skuli ítrekað fresta afgreiðslu þessa máls. Fundur fjölskylduráðs í dag er þriðji fundurinn þar sem meirihlutinn treystir sér ekki til að afgreiða málið. Í minnisblaði deildarstjóra stuðnings- og stoðþjónustu flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd kemur fram að Hafnarfjarðarbær búi yfir mikilli þekkingu og reynslu af móttöku flóttamanna og hælisleitenda sem og þjónustu við þessa hópa. Því hníga öll rök að því að Hafnarfjarðarbær nýti þessa reynslu og þekkingu til þess að taka á móti einstaklingum sem tilheyra barnafjölskyldum og fylgdarlausum börnum sem nú búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur sent út neyðarkall vegna ástandsins og mikilvægt er ríki og sveitarfélög svari því kalli. Hafnarfjörður er Barnvænt samfélag með mikla reynslu og þekkingu í málaflokknum og getur því ekki skorast undan ábyrgð.

    • 2010442 – Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur

      Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn og fer yfir drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

      Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur, deildarstjóra stuðnings og stoðþjónustu, fyrir kynninguna.

      Lagt fram. Umræður.

    • 0701270 – Aldraðir, málefni

      Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur, deildarstjóra stuðnings og stoðþjónustu, fyrir kynninguna.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2002513 – Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

      Reglur um styrki til nám, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir eru lagðar fyrir fjölskylduráðs til samþykktar.

      Reglur uppfærðar með hliðsjón af tillögum sem bárust frá fulltrúa Bæjarlistans.
      Fjölskylduráð samþykkir reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2004101 – Reglur um skammtímadvalarstaði

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkja reglur um skammtímadvöl fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans sitja hjá.

      Reglunum er vísað inn í bæjarstjórn til staðfestingar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Ráðgjafaráð í málefnum fatlaðs fólks bendir á að reglurnar gera ekki ráð fyrir að hægt sé að veita þá þjónustu sem fjallað er um í reglunum inni á heimilum fólks. Skýrt er kveðið á um það í 17. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir að foreldrar barns sem á rétt á skammtímadvöl geta fengið stuðning inn á heimili sitt í stað vistunar utan heimilis óski foreldrar þess.

    • 2009222 – Virkni- og atvinnuátak í Hafnarfirði

      Fjölskylduráð leggur áherslu á að halda þessu verkefni áfram. Leiða má líkum að því að hægt sé að draga úr hækkun almennrar fjárhagsaðstoðar verði áherslan í meira mæli sett á fyrirbyggjandi aðgerðir. Megináhersla í verkefninu er á virkni vinnufærra einstaklinga sem sækja um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Sviðsstjóra er falið að vinna að þessu innan sviðsins í samráði við fjármálasvið.

    • 1905273 – Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum

      Haukur Haraldsson, sálfræðingur fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir á fundinn og fer yfir fyrirliggjandi skýrslu.

      Fjölskylduráð þakkar Hauki Haraldssyni, sálfræðingi á fjölskyldu- og barnamálasvæði, fyrir kynninguna. Fjölskylduráð þakkar einnig starfshópnum fyrir vel unnin störf.
      Skýrslunni vísað í fræðsluráð til kynningar.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2009405 – Viðbótarframlag 2020, kostnaðarauki vegna Covid 19

      Lagðar fram upplýsingar um viðbótarframlag Jöfnunarsjóðs í þjónustu við fatlað fólk vegna Covid-19.

      Lagt fram.

    • 1806032 – Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða

      Lagðar fram upplýsingar frá fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs varðandi endurbætur á húsnæði fyrir starfsemi Lækjar.

      Fjölskylduráð fagnar því að það hafi fengist fjármagn til viðhalds á húsnæðinu. Á næstu vikum flytur Lækur í annað húsnæði. Fjölskylduráð óskar eftir samantekt á starfseminni í Læk á þessu ári. Óskað eftir upplýsingum um kostnað, fjölda þeirra sem sækir þjónustuna og upplýsingar um daglegt starf. Einnig óskar fjölskylduráð eftir upplýsingum um það hvernig stjórnendur á Læk sjá fyrir sér að nýtt húsnæði muni hafa áhrif á starfið.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Staðan á fjölskyldu- og barnamálasviði í ljósi Covid-19.

      Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 18/2020.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt