Fjölskylduráð

9. apríl 2021 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 440

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi Covid-19.

    • 2103139 – Vinnumálastofnun, ráðningarstyrkir

      Brynjar Örn Svavarsson, starfsmaður ráðgjafar- og húsnæðisteymis mætir á fundinn og kynnir verkefnið Hefjum störf. Einnig liggur fyrir fundinum samningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Vinnumálastofnunar varðandi verkefnið.

      Fjölskylduráð þakkar Brynjari fyrir góða kynningu. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Vinnumálastofnun.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Sviðsstjóri kynnir stöðuna á verkefninu Barnvænt samfélag.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að leita eftir starfsmanni á ráðningastyrk til að koma inn í verkefnið með verkefnastjóra. Verkefnið er umfangsmikið og mikilvægt að standa vörð um þá vinnu sem er búin og efla enn frekar þá vinnu sem framundan er.

    • 1801069 – Umboðsmaður Alþingis, utangarðsfólk, húsnæðisvandi, frumkvæðisathugun

      Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar- og húsnæðismála mætir til fundarins og fer yfir stöðu málsins og umbeðna kostnaðargreiningu sem óskað var eftir á fundi fjölskylduráðs þann 12.mars s.l.

      Fjölskylduráð þakkar Soffíu fyrir góða yfirferð. Minnisblað lagt fram.
      Fjölskylduráð samþykkir að taka í notkun 6 smáhýsi sem tímabundið búsetuúrræði fyrir einstaklinga með alvarlegan geð- og vímuefnavanda. Miðað verði við hugmyndafræði sem gengur undir heitinu „housing first“ skaðaminnkun og valdeflingu og lögð áhersla á að veita stuðning og virkniúrræði samhliða búsetuúrræði.
      Vísað í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagt fram erindi frá NPA miðstöðinni varðandi kröfu um hækkun á framlögum til NPA samninga.

      Núgildandi reglur Hafnarfjarðarbæjar um NPA þjónustuformið tóku gildi á síðasta ári. Nú stendur yfir yfirferð yfir innsend gögn frá notendum í samræmi við gildandi reglur og þegar þeirri yfirferð lýkur mun verða tekin afstaða til þess hvort núgildandi fyrirkomulag tímagjalds er í samræmi við samningsforsendur við notendur.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlistans vísa í bókun sína frá 12. mars sl.

    • 2103450 – Félagsstarf fullorðinna, fjárframlag

      Lögð fram til upplýsinga umsókn um styrk vegna stuðnings við að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda færni og auka vellíðan eldri borgara á tímum Covid-19.

    • 1704017 – Aldraðir, heilsuefling

      Samstarfssamningur um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 í Hafnarfirði – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa.

      Minnisblaði og samningi um heilsueflingu eldri borgara vísað til Innkauparáðs til umsagnar.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Umfjöllun um íþrótta- og tómstundastyrki eldri borgara.

      Frístundastyrkur eldri borgara er tekjutengdur þannig að þeir einstaklingar sem eru með 391.000 kr. eða minna hafa rétt á frístundastyrk. Fjölskylduráð hefur fengið ábendingar um að þessi tekjuviðmið séu of lág. Fjölskylduráð felur sviðinu að endurskoða þessi tekjumið og koma með tillögu að rýmkun tekjuviðmiða þannig að fleiri geti sótt frístundastyrk.

    • 2103479 – Skjólið, opið hús fyrir heimilislausar konur, styrkbeiðni

      Lögð fram umsókn frá Hjálparstarfi Kirkjunnar dags. 16.mars 2021, Skjólið-opið hús fyrir konur sem eru heimilislausar. Á fundi bæjarráðs þann 25.mars 2021 var erindinu vísað til umræðu og úrvinnslu í fjölskylduráði.

      Hér er um að ræða styrkbeiðni til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sviðsstjóra falið að taka samtal um þessa styrkveitingu á vettvangi SSH og kanna hvað önnur sveitarfélög ætli að leggja í þetta verkefni.

    • 2104102 – Miðflokkurinn, félagslegt húsnæði, kvartanir, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Miðflokksins varðandi kvartanir í félagslegu húsnæði.

      Fyrirspurnir frá fulltrúa Miðflokksins vegna kvartana yfir íbúum í félagslegu húsnæði á vegum
      Hafnarfjarðarbæjar árin 2008 til og með 2020

      1. Hver er heildarfjöldi félagslegra eigna í Hafnarfirði?
      2. Hversu margar umkvartanir berast fjölskyldusviði vegna íbúa í félagslegu húsnæði á ári, talið
      frá árinu 2008 (flokkað eftir árum)?
      3. Hversu mörgum íbúum í sama félagslega húsnæðinu hefur verið kvartað yfir einu eða tvisvar
      til fjölskyldusviðs?
      4. Hversu mörgum íbúum í sama félagslega húsnæðinu hefur verið kvartað yfir þrisvar eða
      oftar til fjölskyldusviðs?
      5. Hvaða verkferlar eru virkjaðir á fjölskyldusviði þegar umkvörtun berst vegna íbúa í félagslegu
      húsnæði?
      6. Hvaða verkferlar eru virkjaðir á fjölskyldusviði þegar ítrekaðar umkvartanir berast vegna íbúa
      í félagslegu húsnæði?
      7. Hversu mörg tilvik hafa leyst farsællega?
      8. Hvað þarf að koma til svo að útburður eigi sér stað?
      9. Hversu mörg tilvik sem tengjast umkvörtunum hafa endað með útburði (fjöldi og hlutföll)
      10. Þegar útburður á sér stað, hversu langan tíma tekur það ferli að jafnaði frá því ákvörðun er
      tekin um útburð þar til viðkomandi er borinn út?
      11. Geta íbúar í félagslegu húsnæði, sem ítrekað hefur verið kvartað undan, búið áfram í
      félagslegu eigninni enda þótt leigusamningur sé útrunninn og ekki endurnýjaður og
      uppsagnarfrestur liðinn?
      12. Ef lögregla er kvödd á vettvang í þeim tilvikum sem íbúar í félagslegu húsnæði koma við sögu
      og varðar sambýli við nágranna fær þá fjölskyldusvið tilkynningu um slíkt?
      13. Hvert er hlutfall lögregluskýrslna/ umkvartana frá íbúum vegna íbúa í félagslegu húsnæði?
      14. Hversu langan tíma hefur sá sem lengst hefur ekki staðið í skilum með húsaleigu í félagslegu
      húsnæði ekki greitt leiguna og hvaða verkferill gildir þegar leiga er komin í vanskil?

      Hafnarfjörður 8.apríl 2021
      Sigurður Þórður Ragnarsson, fulltrúi Miðflokksins í fjölskylduráði og bæjarfulltrúi.

    Fundargerðir

Ábendingagátt