Fjölskylduráð

7. maí 2021 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 442

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi Covid-19.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1403131 – Gæðamat, þjónusta við fatlað fólk

      Ellý A. Þorsteinsdóttir, ráðgjafi kynnir innra eftirlit á starfsstöðvum fatlaðs fólks,

      Fjölskylduráð þakkar Ellý kærlega fyrir góða kynningu.

    • 2105075 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, kynning

      Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfunarsjóði sveitarfélaga kynnir starfsemi sjóðsins og aðkomu að velferðarþjónustu sveitarfélaga.

      Frestað.

    • 2101266 – Alanó klúbburinn, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni Alanó-klúbbsins.

      Alanó-klúbburinn hefur þann tilgang að efla 12 spora starf í landinu. Starfsemin er í Reykjavík en einstaklingar af öllu höfuðborgarsvæðinu nýta sér þjónustu klúbbsins.
      Fjölskylduráð hefur á hverju ári styrkt ýmis félagsamtök.
      Fjölskylduráð samþykkir að veita 150.000 kr. í þetta verkefni.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      Guðmundur Sverrisson frá fjármálasviði mætir á fundinn.

      Fjölskylduráð þakkar Guðmundi fyrir kynninguna. Lagt fram.

    • 2103450 – Félagsstarf fullorðinna, fjárframlag

      Lagðar fram upplýsingar um fjárframlag frá félagsmálaráðuneyti vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021.

      Fjölskylduráð fagnar því að Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt að styrkja félagsstarf fullorðinna um 5.640.000 kr. Þessir fjármunir munu koma sér vel vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021.

    • 2105100 – Bæjarlistinn, tillaga um iðjuþjálfun

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur til að hafinn verði undirbúningur að ráðningu iðjuþjálfa til Fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Iðjuþjálfun yrði þannig hluti af félagslegri ráðgjöf eins og henni er lýst í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, en þar segir í 18. grein: „Sveitarfélög skulu hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögum þessum. Þar sem þörf krefur skal ráða þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga og aðra sérfræðinga til starfa.“
      Fjölskyldu- og barnamálasvið hefur á að skipa öllum þeim stéttum sem tilgreindar eru í 18. greininni, að undanskildum iðjuþjálfum. Þörfin fyrir þá þjónustu er óumdeilanleg í jafnstóru sveitarfélagi og Hafnarfirði, meðal annars í stuðningi við sjálfstæða búsetu elstu bæjarbúanna en ekki síst gagnvart fötluðum og fólki í erfiðri félagslegri stöðu.
      Fyrirmynd að innleiðingu iðjuþjálfunar sem hluta af grunnþjónustu sveitarfélagsins má meðal annars sækja til Akureyrar, sem lýsir þjónustunni svo á heimasíðu sinni: „Iðjuþjálfar veita víðtæka ráðgjöf við einstaklinga með ýmiskonar skerðingar á færni sem til er komin vegna hækkandi aldurs, veikinda eða fötlunar. Ráðgjöf iðjuþjálfa felur m.a. í sér heimilisathugun þar sem veitt er ráðgjöf, fræðsla og metin er þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við viðkomandi einstakling. Í þeim tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við hjálpartækin sækir iðjuþjálfinn um hjálpartækin ásamt því að leiðbeina og þjálfa í notkun þeirra. Iðjuþjálfi vinnur með það að leiðarljósi að viðkomandi geti sem lengst dvalið heima og þar með viðhaldið sjálfstæði sínu við athafnir daglegs lífs lengur en ella og aukið þar með lífsgæði sín.“
      Fulltrúi Bæjarlistans telur að ráðning iðjuþjálfa, eins eða fleiri, sé hagkvæm aðgerð enda er slík viðbót til þess fallin að draga úr álagi á annars konar og óvirkari og til lengri tíma kostnaðarsamari stuðningi, svo sem í barnavernd og fjárhagsaðstoð. Fagþekking Fjölskyldu- og barnamálasviðs myndi eflast og þjónusta við bæjarbúa styrkjast, sem skilar sér í bættum lífskjörum Hafnfirðinga.

      Fjölskylduráð vísar tillögu Bæjarlistans til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 14/2021-15/2021.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt