Fjölskylduráð

21. maí 2021 kl. 13:30

í Hafnarborg

Fundur 443

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála á sviðinu í ljósi Covid-19.

      Umræður.

    • 2105075 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, kynning

      Guðni Geir Einarsson, frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fer yfir helstu verkefni sjóðsins sem varða félagsþjónustu sveitarfélaga.

      Fjölskylduráð þakkar Guðna Geir Einarssyni fyrir góða kynningu.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar.
      Guðmundur Pálsson, ráðgjafi KPMG fer yfir áætlunina.

      Fjölskylduráð þakkar Guðmundi Pálssyni fyrir góða kynningu. Fjölskylduráð þakkar einnig starfshópnum um endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir góð störf.
      Fjölskylduráð samþykkir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og vísar henni í bæjarráð til staðfestingar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Samfylkingin leggur áherslu á að við skipulag og uppbyggingu íbúðahúsnæðis verði ávallt lögð áhersla á að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu. Það verði m.a. gert með því að tryggja að alltaf þegar ný hverfi eru skipulögð verði gert ráð fyrir ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða, leiguíbúða o.sv.frv. Slíkt er nauðsynlegt svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunarinnar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Kynnt staða rekstrar fyrstu 3 mánuði 2021.

      Umræður.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða í máli nr. 16/2021.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt