Fjölskylduráð

10. september 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 448

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Ása Karin Hólm og Þórður Sverrisson, ráðgjafar hjá Stratagem mæta á fundinn og fara yfir fyrirliggjandi úttekt á barnavernd.

      Fjölskylduráð þakkar Ásu Karin og Þórði fyrir góða kynningu og vandaða vinnu. Í úttektinni eru tillögur að umbótum. Sviðsstjóra er falið að taka saman tillögurnar og vinna umbótaáætlun. Óskað er eftir að slík umbótaáætlun liggi fyrir á fundi ráðsins þann 8.október nk.

    • 2108316 – Félagslegt húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar, Miðflokkurinn, fyrirspurn

      Lagt til frestun á málinu þar sem ekki náðist að afla fullnægjandi upplýsinga.

      Frestað þar til á næsta fundi ráðsins þar sem ekki tókst að vinna öll svör á milli funda.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Lagt fram minnisblað um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

      Fjölskylduráð samþykkir breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð þar sem fjárhagsaðstoð miðast við mánuðinn þegar umsókn er lögð fram en ekki dagssetningu.

      Breytingu á reglum er vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar um sérhæfða akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldri borgara.

      Lagt fram.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar fyrir þessa samantekt og upplýsingar. Af samantektinni má ráða að nauðsynlegt er að bregðast við kvörtunum vegna yfirfærslunnar á akstursþjónustu eldri borgara frá Hreyfli og leigubílum í stærri bíla á vegum Hópbíla. Einnig leggur fulltrúi Samfylkingarinnar áherslu á að allar kvartanir vegna akstursþjónustunnar verði skráðar hvort sem þær eru skriflegar eða í gegnum síma. Fulltrúi Samfylkingarinnar telur einnig að rétt sé að skoða þann möguleika að framkvæma þjónustukönnun meðal notenda þjónustunnar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.

      Frestað án umræðu.

    • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

      Lögð fram kynning á útfærslu verkefnsins.

      Lögð fram lokatillaga um gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga. Umræður.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Fjármögnun verkefnisins. Erindi frá Vinabæ.

      Samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar er miðað við að greiðslur samkvæmt samningi hefjist 1. janúar 2022. Skv. grein 8.1. í samningi þá segir að 10% af heildarupphæð þess sem Hafnarfjarðarbær greiðir sé vegna annars kostnaðar. Laun vegna undirbúnings að opnun íbúðarkjarnans að Stuðlaskarði að upphæð 3.950.000 kr. falla undir þessi 10%. Fjölskylduráð heimilar að greiðslur vegna búnaðarkaupa verði greiddar á árinu 2021 óski verkkaupi eftir því. Fjölskylduráð heimilar að greiðslur vegna undirbúnings verði greiddar á árinu 2021 óski verkkaupi eftir því. Um er að ræða hluta af þessum 10% sem eru í samningi á árinu 2022.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysi í sveitarfélaginu.

Ábendingagátt