Fjölskylduráð

1. nóvember 2021 kl. 15:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 453

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

 • Ása Hrund Ottósdóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

   Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn og fara yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

   Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlista

   NPA samningar
   Lagt er til að taxtar NPA samninga bæjarfélagsins verði hækkaðir í samræmi við taxta NPA miðstöðvarinnar en þeir miðast við kjarasamninga Eflingar.

   Greinargerð:
   Það er skýr krafa á notendur NPA og umsýsluaðila að þeir fari eftir ákvæðum kjarasamninga í framkvæmd NPA samninga. Til þess að það geti gengið eftir þá verða sveitarfélögin að taka mið af því.

   Fjölmenningarráð
   Lagt er til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.

   Greinargerð:
   Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því fram þessu tillögu fyrir fjárhagsáætlun 2022.

   Fátækt barna í Hafnarfirði
   Lagt er til að settur verði á fót starfshópur á vegum fjölskylduráðs sem gert verður að kortleggja fátækt barna í Hafnarfirði. Í úttekt starfshópsins verði leitast við að átta sig á umfangi vandans í bænum og hópurinn skal einnig móta aðgerðaáætlun þar sem leitast verður við að koma til móts við þennan hóp.

   Greinargerð:
   Verulegar líkur eru á því að talsverður hópur barna búi við skilgreinda fátækt í Hafnarfirði í dag líkt og í öðrum sveitarfélögum á landinu. Það er óásættanlegt. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir því hve stór vandinn er. Því er mikilvægt að sveitarfélagið ráðist í greiningu af þessu tagi og komi fram með raunhæfar tillögur sem geta komið til móts við þennan hóp barna í samfélaginu.

  • 2111061 – Húsnæðismál, Samfylkingin, fyrirspurn

   Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um húsnæðismál

   Félagslegar íbúðir
   1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins?
   2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá
   Hafnarfjarðarbæ?
   a) Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
   b) Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?
   3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fjórum árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020 og á yfirstandandi ári?
   4. Hefur heimild til lántöku vegna kaupa á félagslegum íbúðum verið fullnýtt á síðustu fjórum árum? Óskað er eftir því að upplýsingar verðir sundurliðaðar eftir árum; 2018, 2019, 2020 og 2021.

   Íbúðir fyrir fatlað fólk
   1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði?
   a) Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði?
   b) Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði?
   2. Hversu margir einstaklingar eru í búsetuúrræðum í dag sem ekki teljast fullnægjandi, þ.e. svokölluðum sambýlum? Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að ekki skuli haldið áfram að nýta slíkt búsetuúrræði.
   3. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag?
   a)Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk verða teknar í notkun á yfirstandandi ári?
   4. Hversu margar íbúðir fyrir fatlaða fólk voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020 og 2021.

   Almennar íbúðir
   1. Hversu mörgum íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða búseturéttarfélaga hefur verið úthlutað í Hafnarfirði sl. 4 ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020 og 2021.
   2. Hefur Hafnarfjarðarbær veitt stofnframlög vegna byggingar almennra íbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða búseturéttarfélaga á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir?
   a)Ef svar við spurningu 2 er já, vegna hversu margra íbúða eru þau stofnframlög og hver er samanlögð fjárhæð nú þegar veittra stofnframlaga?
   3. Hversu margar almennar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag?
   4. Hversu margar stúdentaíbúðir eru í Hafnarfirði í dag?
   a)Hversu margar stúdentaíbúðir hafa verið byggðar í Hafnarfirði sl. fjögur ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020 og 2021.
   5. Hversu margar íbúðir eru á framkvæmdastigi innan Hafnarfjarðarbæjar í dag?
   6. Hversu margar íbúðir voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar
   eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020 og 2021.

   Árni Rúnar Þorvaldsson
   Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði

  • 2111062 – Starfshópður um félagslega heimaþjónustu, Samfylkingin, fyrirsprun

   Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um starfshóp um félagslega heimaþjónustu

   Á fundi fjölskylduráðs þann 04.12.2020 var samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp um félagslega heimaþjónustu og skipað í hann. Í erindisbréfi kemur fram að hópurinn hafi heimild til þess að halda 10 fundi og skuli skila af sér niðurstöðu eigi síðar en 1. mars 2021. Hópurinn hittist síðast á fundi þriðjudaginn 18. maí sl. Þá var um 6. fund starfshópsins að ræða. Þrátt fyrir nokkra tölvupósta fyrirspyrjandi til þess að komast að því hver næstu skref eigi að vera hjá starfshópnum hafa engin svör borist. Því er spurt:
   1. Er búið að leggja starfshópinn niður?
   2. Ef ekki er búið að leggja starfshópinn niður, hver eru þá næstu skref í störfum hans og hvenær stendur til að boða til næsta fundar?

   Árni Rúnar Þorvaldsson
   Fulltrúi Samfylkingarinnar

Ábendingagátt