Fjölskylduráð

5. nóvember 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 454

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1912142 – Barnavernd, úttekt

      Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar mætir á fundinn til viðræðna um úttekt í barnavernd.

      Niðurstöður úttektar liggja fyrir. Fjölskylduráð óskar eftir umbótaáætlun þar sem fram kemur m.a. hvernig sviðið ætlar að bregðast við þeim þáttum sem bent er á í úttektinni að þarfnist úrbóta.
      Óskað er eftir því að þessi umbótaáætlun liggi fyrir á fundi ráðsins þann 19.11.2021 nk.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram á fundi fjölskylduráðs þann 18.10.2021 sl. og eru lagðar hér fram til afgreiðslu.

      1. Breyting á grunnviðmiði tekjutengingar
      Grunnviðmið tekjutengingar verði hækkuð úr 322.000 kr. í 351.000 kr. Þetta leiðir af sér að fleiri sem eru tekjulágir munu falla undir hærri afsláttarkjör vegna heimaþjónustu.
      Viðmið varðandi frístundastyrk hækkar í hlutfalli við þessa hækkun og geta þá fleiri nýtt sér frístundastyrk en áður.

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast inn í þeirri áætlun sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.

      2. Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna
      Lagt til eftirfarandi breyting á gjaldskrá:
      – Umönnunarflokkur 1 fari úr 30.926 kr. og í 37.961 kr.
      – Umönnunarflokkur 2 fari úr 24.009 kr. og í 29.376 kr.
      – Umönnunarflokkur 3 fari úr 22.419 kr. og í 24.878 kr.
      Viðmið er gjaldskrá í Mosfellsbæ sem eru næst hæstir þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
      Áætluð kostnaðaraukning er 5,5 milljónir á ári.

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og vísar til umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

      3. Ráðning verkefnastjóra vegna heimilislausra. Samstarfsverkefni.
      Hafnarfjörður tekur þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um ráðningu verkefnastjóra vegna heimilislausra. Hlutverk verkefnastjóra er þá að samræma aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur að lausnum.
      Kostnaður á ári er 12.500.000 kr. og hlutur Hafnarfjarðar er þá rúmlega 3.600.000 kr. á næsta ári.

      Eftir fund í SSH var rætt um að verkefnastjóri væri ráðinn í hálft ár og er þá kostnaður Hafnarfjarðar 1.800.000 kr. Fjölskylduráð samþykkir að ráðinn verði verkefnastjóri í hálft ár.
      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast innan þeirra áætlunar sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.

      Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram á fundi fjölskylduráðs þann 01.11.2021 sl. og eru lagðar hér fram til afgreiðslu.

      Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlista.

      1. Fátækt barna í Hafnarfirði
      Lagt er til að settur verði á fót starfshópur á vegum fjölskylduráðs sem gert verður að kortleggja fátækt barna í Hafnarfirði. Í úttekt starfshópsins verði leitast við að átta sig á umfangi vandans í bænum og hópurinn skal einnig móta aðgerðaáætlun þar sem leitast verður við að koma til móts við þennan hóp.
      Greinargerð:
      Verulegar líkur eru á því að talsverður hópur barna búi við skilgreinda fátækt í Hafnarfirði í dag líkt og í öðrum sveitarfélögum á landinu. Það er óásættanlegt. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir því hve stór vandinn er. Því er mikilvægt að sveitarfélagið ráðist í greiningu af þessu tagi og komi fram með raunhæfar tillögur sem geta komið til móts við þennan hóp barna í samfélaginu.

      Fjölskylduráð samþykkir að settur verði á fót starfshópur sem hefur það verkefni að greina fátækt barna í Hafnarfirði. Mikilvægt er að fjölskylduráð taki þetta sérstaklega til umfjöllunar á næstu tveimur fundum ráðsins og útbúið verði erindisbréf fyrir starfshópinn að vinna eftir.
      Kostnaður vegna þessa starfshóps rúmast innan fjárhagsáætlunar sem rædd hefur verið.

      2. Fjölmenningarráð
      Lagt er til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.
      Greinargerð:
      Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því fram þessu tillögu fyrir fjárhagsáætlun 2022.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks segja nei. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar segja já.

      Tillagan er felld með 3 atkvæðum gegn tveimur.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks bóka:

      Ekki er svigrúm til að auka við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa. Leggjum áherslu á áframhaldandi góða samvinnu fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs hvað þetta varðar en á báðum sviðum er verið að vinna vel í þessum málaflokki.

      3. NPA samningar
      Lagt er til að taxtar NPA samninga bæjarfélagsins verði hækkaðir í samræmi við taxta NPA miðstöðvarinnar en þeir miðast við kjarasamninga Eflingar.
      Greinargerð:
      Það er skýr krafa á notendur NPA og umsýsluaðila að þeir fari eftir ákvæðum kjarasamninga í framkvæmd NPA samninga. Til þess að það geti gengið eftir þá verða sveitarfélögin að taka mið af því.

      Verið er að vinna í þessu innan sviðsins. Þeirri vinnu er ekki lokið. Á fundi ráðsins þann 19.11.2021 nk. verður yfirferð á reglum NPA, tímagjald og gjaldskrá til umfjöllunar og afgreiðslu. Tillögunni er vísað til þess fundar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2021. Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn.

      Viðauki kynntur. Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar í bæjarráð.

    • 2111081 – Fjölskyldu- og barnamálasvið, styrkir 2021

      Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingar fjölskyldu-og barnamálasviðs og umsóknir sem liggja fyrir.

      Á árinu 2021 hefur fjölskylduráð þegar veitt eftirfarandi styrki:
      – Alanó ? 150.000 kr.
      – Hjálparstarf kirkjunnar, Skjólið ? 300.000 kr.

      Eftir stendur 1.550.000 kr. fjármagn til úthlutunar. Fjölskylduráð samþykkir að styrkja eftirfarandi:
      – Frú Ragnheiður ? 250.000 kr.
      – Sjónarhóll ? 250.000 kr.
      – Bjarkahlíð ? 200.000 kr.
      – Barnaheill ? 200.000 kr.
      – Krísuvíkursamtökin ? 250.000 kr.
      – Samtök um kvennaathvarf ? 350.000 kr.
      – Sjálfsbjörg, samvera og súpa ? 50.000 kr.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Frestað.

    • 2111061 – Húsnæðismál, Samfylkingin, fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar varðandi húsnæðismál.

      Frestað.

    • 2111062 – Starfshópður um félagslega heimaþjónustu, Samfylkingin, fyrirsprun

      Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar um starfshóp um félagslega heimaþjónustu.

      Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlagt svar. Það er miður að dregist hafi að halda fund í hópnum. Að sama skapi er ánægjulegt að til standi að boða til fundar á allra næstu vikum líkt og fram kemur í svari við fyrirspurninni því hér er um afar mikilvægan málaflokk að ræða sem mikilvægt er að hlúa vel að.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 24/2021
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

      Lagður fram einn úrskurður úrskurðarnefndar velferðamála.

Ábendingagátt