Fjölskylduráð

17. desember 2021 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 457

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Daði Lárusson varamaður
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Ólafsdóttir varamaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lögð fram til kynningar 17.stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

      Umræður.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Lagt fram. Umræður.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lögð fram svör við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Bæjarlista.

      Umræður.

      Bókun vegna svara við fyrirspurn Samfylkingar og Bæjarlista um NPA samninga

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista þakka framlögð svör. Það eru vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun samninga í fjárhagsáætlun næsta árs en eins og segir í svörunum þá miðast fjárframlagið við það sem ríkissjóður ákveður að ráðstafa í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Á sama tíma segir í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir að á innleiðingartímabili NPA frá 2018 – 2022 skuli samningum fjölga á hverju ári. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 300 milljón króna lækkun á framlagi til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem vegur að þessari mikilvægu þjónustu fyrir fatlað fólk. Mikilvægt er að Alþingi leiðrétti þessi mistök í fjárlagavinnunni.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Kynning á stöðunni við innleiðingu verkefnsins Barnvænt samfélag. Ragnhildur Nielsen, verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Fjölskylduráð þakkar Ragnhildi Nielsen fyrir kynninguna.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 25/2021
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

    • 1809463 – Öldungaráð

      Á fundi öldungaráðs þann 19. október sl.lagði Gylfi Ingvarsson fram eftirfarandi tillögu til breytingar á útisvæði við pottana við Sundhöll Hafnarfjarðar:

      Í heitu pottunum eiga sér stað miklar umræður um hin ýmsu mál og hef ég verið beðinn um að fylgja eftir hugmynd sem ítrekað hefur komið til umræðu, sérstaklega að vori og hausti þegar sólin er lægra á lofti. Einnig er pottasvæðið vinsælla hjá þeim sem iðka sjósund en aðstaða fyrir þá er í skoðun sem ástæða er að hrinda í framkvæmd.
      Tillagan er að múrveggurinn á útisvæði við pottana sem snýr að sjónum verði tekinn niður eða lækkaður verulega og í staðinn komi gluggaveggur þannig að sólin komi til með að skína lengur á pottverja og að þeir sjái út á sjóinn.

      Fjölskylduráð vísar þessari tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdarráði.

Ábendingagátt