Fjölskylduráð

4. febrúar 2022 kl. 13:30

á fjarfundi

Fundur 459

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi
  • Lilja Eygerður Kristjánsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1310334 – Fjölskylduþjónusta, lykiltölur

      Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn og fara yfir lykiltölur í þjónustu fjölskyldu- og barnamálasviðs.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Guðmundur Sverrisson, frá fjármálasviði og Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mæta á fundinn.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagðar fram upplýsingar um Jafnaðartaxta NPA samninga, kjarasamning NPA Efling o.fl.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð óskar eftir útreikningum á NPA gjaldskrá Hafnarfjarðar þegar búið er að taka tillit til styttingu vinnuvikunnar og fjölgunar álagsþrepa í launatöflu sem tekur gildi 1. maí 2022.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista vísa í fyrri bókanir sínar um málið. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir ekki þeim töxtum sem NPA miðstöðin hefur reiknað út og byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið. Þetta þýðir að notendur NPA í Hafnarfirði búa við lakari kjör en notendur í nágrannasveitarfélögunum. Það er óásættanlegt.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra vilja árétta að unnið er að fagmennsku við að þróa og móta umgjörð NPA samninga í Hafnarfirði í samræmi við áherslur endurskoðenda bæjarins. Það er ekki rétt að notendur NPA þjónustunnar í Hafnarfirði búi við lakari kjör en notendur í nágrannasveitarfélögum og áfram verður unnið í samráði við notendur að því að efla og þróa þetta þjónustuform í Hafnarfirði.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Arnbjörg Jónsdóttir og Hlín Pétursdóttir, ráðgjafar kynna stafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð.

      Lagt fram til kynningar. Umræður.
      Fjölskylduráð þakkar Arnbjörgu Jónsdóttur og Hlín Pétursdóttur fyrir góða kynningu.

    • 1801074 – Smyrlahraun 41a

      Lagðar fram upplýsingar um búsetubiðlista í málefnum fatlaðs fólks.

      Lagt fram. Umræður.
      Búið er að samþykkja búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Smyrlahrauni 41a skv. deiliskipulagi. Mikilvægt að byrja að undirbúa þetta verkefni sem fyrst þar sem nokkur fjöldi einstaklinga er á biðlista eftir húsnæði.

    • 2009222 – Virkni- og atvinnuátak í Hafnarfirði

      Brynjar Örn Svavarsson, virkniráðgjafi mætir á fundinn og fer yfir upplýsingar um virkni- og atvinnuúrræði sveitarfélagsins.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð þakkar Brynjari Erni Svavarssyni fyrir góða kynningu.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna í þjónustu fjölskyldu- og barnamálasviðs í ljósi Covid-19.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2201752 – Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa

      Lagt fram erindi Umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt þeirra til þátttöku og ákvarðana.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Stuðlaskarðs mætir á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.

      Fjölskylduráð þakkar Margréti Völu Marteinsdóttur fyrir góða kynningu.

      Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með það að þessir sex einstaklingar sem koma til með að búa í íbúðarkjarnanum Stuðlaskarði geti loksins flutt inn á eigið heimili og óskar þeim til hamingju með þennan mikla og stóra áfanga.
      Einnig er mikið fagnaðarefni hversu margir sóttu um starf í íbúðarkjarnanum.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 1/2022-2/2022.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

      Lagður fram einn úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála.

Ábendingagátt